Saga - 1999, Page 46
44
STEINÞÓR HEIÐARSSON
firir náungan 4 heljar stórir Uxar sem eldri sinir mínir eiga
1 sem við eigum og 3 kálfar, líka eigum við giltu ... og vona
eg hún sje með grísum ... svo eru 5 hænsni, og eru þau nú
að birja að verpa ...m
Auðvitað voru margir sem aldrei náðu að festa yndi í Ameríku og
talsvert var um það að íslendingar sneru aftur.123 En menn gátu
líka verið hamingjusamir í nýju landi þrátt fyrir að þeir bæru
nokkurn söknuð í brjósti. Fyrir vestan var margt að sjá og þar
mátti afla sér margvíslegrar þekkingar sem ekki var á boðstólum
á Fróni.124
Það er mikilvægt að hafa hugfast varðandi allar bréfaskriftir
vesturfara til íslands, að fólk gæti vel hafa verið nokkuð hikandi
við að segja það sem því raunverulega fannst.125 Þeir vesturfarar,
sem sögðu íslendinga ekki eiga gott í Kanada og lýstu þungum
áhyggjum af framtíðinni, fengu oft hraustlega yfirhalningu hjá ís-
lensku blöðunum þar. Einn þeirra sagði Islendinga ekkert hafa að
sækja til Ameríku nema atvinnuleysi, bág kjör, meiri þrældóm og
meira ófrelsi en á gamla landinu. Honum fannst eins og Vestur-ís-
lendingar væru að reyna að draga fleiri vestur til að létta sjálfum
sér óyndið og heimþrána.126 Þessi maður fékk þá einkunn að
greinilega væri víkingablóðið í honum orðið svo þunnt, að hann
hefði betur verið heima á hreppnum. „Ef maðurinn er ekki vit-
skertur ... þá hlýtur hann að vera hinn mesti ópokki, sem stigið hef-
ur hjer á land .. ,".127 Það var því engan veginn útlátalaust að segja
hug sinn allan þegar svona var reitt til höggs.
I orrahríðinni við andstæðinga sína á Islandi áttu vestur-
íslensku blöðin alla tíð bágt með að viðurkenna að mikið væri um
heimþrá meðal vesturfara. Gott dæmi er það þegar Austri á Seyð-
122 Lbs. 3182a, 4to. Guðrún Ásmundsdóttir til Ásgeirs Tr. Friðgeirssonar 13.
mars. Án ártals.
123 Helgi Skúli Kjartansson, „Vesturfarir af Islandi", bls. 145.
124 Sjá t.d. Lbs. 3182b, 4to. Sigurður Steinsson til N.N. 25. janúar 1881. - Lbs.
4416, 4to. Jóhannes Halldórsson til Benedikts Jónssonar 19. október 1875.
125 Sigurjón Kristófersson, „Sjö Ameríkubréf", bls. 128-30. - Jóhannes Hall-
dórsson sagðist líka skyldu segja Benedikt á Auðnum sitt álit hreinskilnis-
lega, ef hann léti það ekki fara lengra. Sjá Lbs. 4416, 4to. Jóhannes til Bene-
dikts 6. september 1874.
126 Austri 29. mars 1895 („Bréf frá Chicago.").
127 Lögberg 30. maí 1895. Auðkennt þar.