Saga - 1999, Page 51
ÍSLANDS ÁSTMEGIR OG ÞRÆLAR
49
íslendingar, ekki síst þeir sem lítið þekktu til íslands, að „eiga og
geyma, eins og helgan hlut, ást og virðingu til gamla sögulands-
ins." 1«
Hér er afstaðan til íslands komin á nýtt stig. Það er orðin skylda
Vestur-íslendinga að rækta með sér ást til íslands og það sem get-
ur spillt henni ber að þegja í hel. Landið hefur öðlast næstum guð-
legan sess og menning þess skal vera hafin yfir gagnrýni svo það
ríiegi verða heilagt í vitund komandi kynslóða. Börn vesturfar-
anna voru auðvitað í þeirri sérkennilegri aðstöðu að eiga að erfa
tvö lönd. Þess vegna var þjóðræknum vesturförum nauðsynlegt
að velja það besta úr handa erfingjunum. Þegar Guttormur J.
Guttormsson heimsótti ísland sumarið 1938, sagði hann að ísland
hefði alltaf verið í huga íslensku barnanna í skógunum, heimþrá
foreldranna hefði séð til þess. Og þegar hann var spurður að því,
hvernig hans kynslóð hefði farið að þykja vænt um ísland, sem
hún hafði aldrei séð, var svarið þetta: „Okkur þótti vænt um
myndirnar, sem umtal foreldra okkar gaf okkur, vænt um íslenzk-
Ur,a, vænt um bókmenntirnar." Að sögn Guttorms voru það enn
bókmenntirnar, sem fyrst og fremst vöktu áhuga ungra Vestur-
íslendinga á íslenskunni undir lok fjórða áratugarins.144 Aðdrátt-
arafl bókmenntanna hefði örugglega farið þverrandi ef stöðugt
hefði verið minnt á eymd þeirrar þjóðar sem skrifaði þær.
H3 Lögberg 11. janúar 1906. - Sjá einnig skrif R. J. Davíðssonar í Heimskringlu
6. febrúar 1908, þar sem hann skammaði Kristján Ásgeir Benediktsson fyr-
ir nærgöngular lýsingar á íslensku þjóðlífi. Að mati R. J. mátti einu gilda
þótt þær væru sannar, því þær myndu „lækka þjóðina í áliti ... og kasta
skugga á minningu gamla fólksins, og vekja viðbjóð og fyrirlitningu hjá
yngri kynslóðinni." - Greinar Kristjáns Ásgeirs birtust í Heimskringlu 25.
júlí til 19. september 1907. - Svíar í Vesturheimi óttuðust mjög um afdrif
sænskunnar og sumir sögðu að með henni myndu þeir týna þjóðarvitund
sinni og menningu. Um 1910 spruttu upp þjóðræknisfélög Svía í Ameríku
en varðveisla tungunnar hafði fram að því verið nokkurs konar aukaafurð
af öðru félagslífi meðal þeirra. Sjá Nils Hasselmo, „The Language
Question". - Norskir vesturfarar áttu í svipuðu stríði, þeir vildu ekki
varpa menningu sinni fyrir róða og sáu Ameríku fyrir sér sem land, þar
sem hægt væri að finna frelsi og varðveita þjóðlegar hefðir. Þeir fundu
ntjög til þeirrar ógnunar sem þeim stafaði af „deiglunni". Sjá Peter Thaler,
„Concepts of Ethnicity".
144 Morguribtöið 20. júli 1938.
4-SAGA