Saga - 1999, Side 54
52
STEINÞÓR HEIÐARSSON
alla jafnt til að byrja með.150 Það má slá því föstu að sú hugsun hafi
oft sótt á íslensku landnemana hvort þeir hafi gert rétt í því að
flytja vestur. Eftir fleiri klukkutíma daglegt dorg á Winnipeg-
vatni í brunakulda eða hundrað mílna hungurgöngu hljóta þeir
að hafa fengið bakþanka. Margur frumherjinn þurfti þá að sann-
færa sig og aðra um að hann hefði ekki farið úr öskunni í eldinn
þrátt fyrir allt. Þurfti að rifja upp stríð við fátækt, ánauð, hafísa og
hallæri á Islandi og útmála erfiðleikana þar svo nákvæmlega í
ræðu og riti að baráttan við nýjar forynjur í Kanada gæti talist
bærileg. Þannig má trúlega skýra hina óvægnu dóma vesturfara
um Island að miklu leyti.
I þessu sambandi er mikilvægt að gera sér grein fyrir því, hversu
lengi vesturfarar hafi yfirleitt verið að koma undir sig fótunum í
nýju landi. Þeir, sem lýstu mestum vonbrigðum, töluðu um tutt-
ugu ára hundalíf við hreinan þrældóm og langvinnan skort á lífs-
nauðsynjum.151 Fjölmargar heimildir benda hins vegar til þess að
fólk hafi verið 8-10 ár að komast yfir byrjunarörðugleikana, og
alls ekki minna en fimm ár.152 Ef það er sá tími sem íslendingar
þurftu til að jafna sig á umskiptunum, þá er mögulegt að áætla
heildarfjölda óánægðra vesturfara á hverjum tíma út frá þeim
fjölda sem flust hafði vestur síðastliðin fimm, átta eða tíu ár. Hlut-
fall þeirra í hverjum árgangi skiptir litlu máli svo fremi að það hafi
verið nógu hátt til að móta umræðuna meðal Vestur-Islendinga og
svipað frá ári til árs. I því sambandi verður reyndar að gera ráð
fyrir því, að þeir sem fóru vestur seint á útflutningatímabilinu hafi
getað lært nokkuð af reynslu fyrirrennara sinna. Jafnframt fór
ástandið á Islandi tvímælalaust batnandi eftir harðindakaflann
1882-88, þótt árin 1899 og 1902 hafi bæði verið erfið.153
150 Lbs. 4416, 4to. Jóhannes Halldórsson til Benedikts Jónssonar 6. september
1874.
151 Heimskringla 15. ágúst 1912 (Páll Bergsson, „Vindhögg.").
152 Sjá t.d. eftirfarandi: Torfi Þorsteinsson, „Minningamolar", bls. 54. - S. B.
Olson, „Landnámsþættir", bls. 12, 64. - Lbs. 3182b, 4to. Guðrún Ásmunds-
dóttir til Ásgeirs Tr. Friðgeirssonar 1. janúar 1888. - Davíð Jónsson, „Örlög
vesturfara", bls. 101-105. - Að auki má benda á, að svo virðist sem nokk-
uð búsældarlegt hafi verið orðið í Argyle-nýlendunni 1893 en hún tók að
byggjast upp úr 1880. Sjá Matthías Jochumsson, Chicagó-för mín, bls. 111.
153 Magnús Jónsson, Saga íslendinga IX:1, bls. 229-35.