Saga - 1999, Page 120
118
ANNA AGNARSDÓTTIR
uppreisn?2 Er misheppnuð bylting stundum nokkuð meira en
metnaðarfullt valdarán? I þessari grein verður þeirri spurningu
velt upp hvort hin svonefnda íslenska bylting hafi verið dæmi-
gerð bylting að evrópskri fyrirmynd, valdarán eða bara fárán-
legt fyrirbæri („silly business")3 eins og Sir Joseph Banks, forseti
breska vísindafélagsins og velunnari íslendinga, kallaði atburði
sumarsins 1809. I svipaðan streng tóku m.a. höfundar lslenzkra
sagnablada árið 1817, sem nefndu fyrirbærið „grátlegt narraspil",4
og Björn Bjarnason á Brandsstöðum sem taldi að um „kátlega
stjórnarbyltingu" hefði verið að ræða.5
Atburðarásin
Orsakir og aðdragandi atburðanna hér á landi sumarið 1809 eru
lesendum Sögu kunn.6 Þó kann að vera gagnlegt að taka saman
aðalatriðin í stuttu máli lesendum til frekari glöggvunar.
Er leið á Napóleonsstyrjaldirnar tók sápufyrirtækið Phelps,
Troward & Bracebridge í London mjög að skorta tólg til sápugerð-
ar. Er fréttist af miklum tólgarbirgðum á íslandi var ákveðið að
senda eitt skip um veturinn og tvö um sumarið 1809 til verslunar.
Daninn Jörgen Jörgensen, stríðsfangi Breta, var túlkur í báðum
ferðunum. Samuel Phelps, aðaleigandi sápufyrirtækisins, veitti
síðari leiðangrinum forystu. Phelps hafði leyfisbréf frá bresku rík-
isstjórninni til verslunar við íslendinga og þar að auki víkingabréf,
sem heimilaði honum að hertaka óvinaskip og -eignir. Auk þess
naut hann flotaverndar eins og venja var þegar verslunarhags-
munir Breta voru í fyrirrúmi. Af þessu má sjá að framtak
Phelps naut fulls stuðnings breskra stjórnvalda. í maí 1809,
skömmu áður en Phelps lét úr höfn, hélt herskipið Rover frá
Leith áleiðis til íslands.
2 Sbr. þá sem telja að árásin á Bastilluna hafi verið upphafið á frönsku stjórn-
arbyltingunni.
3 F.O. 40/1, Banks til Liverpools lávarðar, 11. desember 1809.
4 Islenzk sagnablöd, bls. 20. í öllum íslenskum heimildum hefur ritháttur ver-
ið færður til nútímastafsetningar.
5 Brandsstaðaanndll, bls. 59.
6 Anna Agnarsdóttir, „Ráðagerðir", bls. 27 og áfram. Sjá ennfremur einkum
V. kafla í „Great Britain and Iceland".