Saga - 1999, Page 121
VAR GERÐ BYLTING Á ÍSLANDI SUMARIÐ 1809?
119
Á íslandi ríkti, eins og kunnugt er, bann við verslun útlendinga.
I krafti hervalds neyddi skipherrann, Francis Nott, stiftamtmann-
inn, Trampe greifa, til samninga. Verslunarsáttmáli sem fól í sér
frjálsa verslun milli íslands og Bretlands var undirritaður 16. júní
1809. Að svo búnu sigldi Nott á brott. Nokkrum dögum síðar,
þann 21. júní, kom skip Phelps, Margaret and Ann, vopnað tíu
fallbyssum, til Reykjavíkur. Verslunarsáttmálann var hvergi að
sjá en hins vegar blasti við eldri auglýsing Trampes um að öll
verslun við útlendinga væri bönnuð að viðlagðri dauðarefsingu.
Tók Phelps það ráð að bíða átekta um sinn.
Þann 25. júní voru tíu dagar liðnir frá undirritun verslunar-
sáttmálans. Sáust þó engin merki þess að Trampe hefði í hyggju
að kynna landsmönnum ákvæði hans. Kauptíðin var hafin en Is-
lendingar þorðu ekki að versla við ensku kaupmennina. Hlutu
þeir Phelps því að álykta sem svo að Trampe ætlaði ekki að
standa við samninginn.
Frá sjónarmiði Phelps var ekki um margt að velja. Skipin hans
þrjú voru hlaðin dýrmætum varningi. En Trampe, óvinur Breta,
virtist ætla að draga birtingu samningsins á langinn og koma
þannig í veg fyrir verslun Breta. Herskipið var farið. Phelps átti
því aðeins tveggja kosta völ: Að freista þess að knýja Trampe
á einhvern hátt til þess að leyfa verslunina eða að snúa tóm-
hentur heim til Englands. Miklir verslunarhagsmunir voru í
húfi og valdi því Phelps fyrri kostinn.
Að lokinni messu sunnudaginn 25. júní héldu kaupmennirnir
ásamt tólf skipverjum, vopnuðum sverðum og byssum, til heimil-
is Trampes. Lauk heimsókninni með handtöku greifans og var
hann færður um borð í skipið Margaret and Ann. Nú var stiftamt-
maðurinn í haldi en hver átti að taka við stjórnartaumunum?
Phelps, leiðtogi verslunarleiðangursins, bar ábyrgð á handtök-
unni. Hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki tekið að sér
stjórn landsins þar sem hann hafði ekkert umboð til slíkra aðgerða
frá breskum yfirvöldum.7 Erfitt mundi þó vera að stunda verslun
í stjórnlausu landi. Enginn leiðitamur íslendingur var til taks.
Varð því niðurstaðan sú að túlkurinn danski, Jörgen Jörgensen,
7 Phelps, Observations, bls. 57-59 og víðar í bréfum t.d. Adm. 1 /1995, Phelps
til Jones, 16. ágúst 1809. í Collegial-Tidende (nr. 63) var bent á að Jörgensen
hefði verið „hovedredskap" Phelps.