Saga - 1999, Síða 129
VAR GERÐ BYLTING Á ÍSLANDI SUMARIÐ 1809?
127
Ofbeldi
Þótt enginn maður hafi látið lífið á meðan Jörgensen fór með
aeðstu völd í landinu þá bar óneitanlega talsvert á ofbeldi. Fyrsta
auglýsing hans, sem birtist rétt fyrir hádegi þann 26. janúar, dag-
inn eftir handtöku Trampes greifa, gekk út á að tryggja Bretum
völdin í bænum. Nánast hvert ákvæði fól í sér einhvers konar
kúgun. Allir Danir, danskir embættismenn og faktorar, áttu að
halda sig innan dyra. Innfæddir (ef þeir voru ekki embættismenn
Danakonungs) þurftu ekkert að óttast nema þeir brytu gegn
ákvæðum auglýsingarinnar. Börn og konur áttu t.d. á hættu að
/-straffast sem stjórnarástandsins fjandmenn" ef þau færu í sendi-
ferðir fyrir Dani í bænum. Allar eignir konungs og kaupmanna
voru gerðar upptækar og við lestur 9. greinar hlýtur hrollur að
hafa hríslast um bæjarbúa:33
Sé þessum vorum boðum strax að fullu hlýtt, mun það að
miklum hluta hlífa við óþarfa ... blóðsúthellingu, en skyldi
einn eður annar, hver sem er, breyta öðruvísi en hér er fyrir-
skipað verður hann að skyndingu fastur settur, heimtast
fyrir stríðsrétt, og á að skjótast innan tveggja tíma ...
Gísli Konráðsson skrifaði að „af þessu varð ótti mikill",34 þrátt
fyrir það að Jörgensen hafi tekið það fram að markmiðið væri
að koma á friði og „fullsælu" í landinu. Gyða Thorlacius, sýslu-
niannsfrú á Austfjörðum, varð dauðskelkuð er hún frétti af at-
burðunum í Reykjavík og þorði ekki að tala við mann sinn urn
þá
„nema í einveru næturinnar."35
Næsta skrefið í valdatökunni var afvopnun Reykvíkinga. Þetta
var tæplega mikið né hættulegt verk. Við vopnaleitina fundu
skipverjarnir af Margaret and Ann aðeins milli 20 og 30 ónýtar
byssur og nokkur ryðguð sverð og pístólur.36
Byltingarleiðtogar þrífast illa án hervalds. Nauðsynlegt var
fyrir Jörgensen að koma sér upp herliði, eins og hann hafði boðað.
Aðeins átta manns skipuðu herliðið, þar sem vopnaleysið í
33 Auglýsing Jörundar hin fyrri, Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 151-52.
34 Gísli Konráðsson, Lbs. 1128. 4to.
35 Gyða Thorlacius, Endurminningar, bls. 72.
36 Hooker, A Tour in lceland ,1, bls. 56, II, bls. 35.