Saga - 1999, Síða 130
128
ANNA AGNARSDÓTTIR
landinu leyfði ekki fjölmennara lið.37 Samkvæmt íslenskum
heimildum var herlið Jörgensens ávallt með pístólur á lofti og
var ekki hikað við að handtaka þá sem dirfðust að sýna vernd-
aranum mótþróa. En þeir voru flestallir embættismenn. Isleifur
Einarsson assessor sat í tíu daga í stofufangelsi vegna gruns um
gagnbyltingaráform, Frydensberg landfógeti sat „litla stund
dags"38 í tukthúsinu en honum hafði verið skipað að halda sig
heima, eins og öðrum Dönum. Espólín segir frá því að er hann
„reið út á Austurvöll með barn sitt til skemmtunar sér, og þó mjög
hræddur, sem jafnan" hafi hann verið tekinn en síðan sleppt að
bón konu hans.39 Þegar Finnur Magnússon hafnaði landfógeta-
embættinu var hann hnepptur í varðhald en var þó sleppt fljót-
lega. Sigurður Thorgrímsen, síðar landfógeti, var settur í fangelsi,
þar sem hann hafði skrifað vini sínum upp í sveit að „det var
livsfarligt at komme til Reykjavík".40 Jörundi sárnaði það að
menn skyldu halda því fram að það væri hættulegt að ferðast til
Reykjavíkur „og at blodet her strömmer paa gaderne."41 Nokkrir
kaupmenn urðu einnig fyrir barðinu á Jörgensen.
Meðferðin á Trampe var þó sýnu verst. Hann mátti dúsa
einangraður í ströngu varðhaldi42 í litlum, skítugum klefa í átta
vikur og þrátt fyrir að Geir biskup góði reyndi að skerast í leikinn,
fékk enginn að tala við hann.43
Valdhafinn tók ekki nokkurn mann af lífi - enda verndari
Islendinga - en hikaði ekki við að beita ofbeldi til að hafa stjórn
á landsmönnum.44
37 Hooker, A Tour in lceland, II, bls. 35. Undir lok valdaskeiðs Jörgensens bætt-
ust þó tveir við.
38 Islensk sagnablöd, bls. 26.
39 Jón Espólín, Árbækur, XII, bls. 29.
40 En Islænder, „Kong Jörgen", 0resund, bls. 196.
41 Collegial-Tidende, nr. 65, „Proclamation". Sjá ennfremur yfirlýsingu Jörgen-
sens, dagsetta 29. júní 1809, prentaða í Hooker, A Tour in Iceland, II, bls. 75.
42 „Under stræng bevogtning" stendur í Collegial-Tidende, nr. 65.
43 Jörundarskjöl, Trampe til Bathursts lávarðar, 6. nóv. 1809. Þar lýsir hann
dapurlegri vist sinni um borð í Margaret and Ann.
44 Samkvæmt íslenzkum sagnablödum, „hótaði [Jörgensen] ósköpum en lin-
aðist, sem betur fór, þegar framkvæma skyldi", bls. 34.