Saga - 1999, Page 133
VAR GERÐ BYLTING Á ÍSLANDI SUMARIÐ 1809?
131
Minnir þetta óneitanlega á vinsamlegar móttökur Breta á íslandi
við innrás þeirra í síðari heimsstyrjöld.
í íslenzkum sagnablödum var þessum embættismönnum hrósað.
Augljóslega var „gagnlegast og skynsamlegast" að sitja áfram,
fremur en að sjá embættin í landinu afhent „landhlaupurum
°g bófum er Jörundur átti hægast með að fá".54 Þeir fáu sem
ákváðu að segja af sér fengu hins vegar allir nafns síns getið í
Collegial-Tidende fyrir að láta ekki valdaræningjann (eins og
Jörgensen var þá nefndur) kúga sig til hlýðni.55 Stefán Þórarins-
son lét af embætti og tók Guðmundur Scheving, kaupmaður og
sýslumaður á Barðaströnd, við amtmannsembættinu nyrðra.
Aðrir sem sögðu af sér voru allir sýslumenn: Gunnlaugur Briem,
sýslumaður Eyfirðinga, Þórður sýslumaður Björnsson í Þing-
eyjarsýslu, Jónas Scheving, sýslumaður í Borgarfirði og Þórður
Thorlacius, sýslumaður í Suður-Múlasýslu. Gyða Thorlacius, eigin-
kona hins síðastnefnda, hélt dagbók á þessum hættutímum. Hún
skrifar að Þórður hafi verið staðráðinn í „að halda trúnað og holl-
ustu við konung sinn og var þess albúinn að láta af embætti og
fara til Vestmannaeyja ásamt konu sinni". Gyða, hin danskfædda,
hlakkaði ekki til að fara í útlegðina og fór fljótlega að huga að því
að koma börnum sínum fyrir á „íslenskum heimilum."5"
Stefánungar sátu sem fastast, sem og flestir aðrir embættismenn
í þeirri trú, að þar með gætu þeir verndað landa sína og freist-
að þess að frelsa föðurlandið.57 Sömdu þeir bræður einnig ýtar-
legt kæruskjal og afhentu Jones, þar sem þeir lýstu því fjálg-
lega hversu hættuleg og herfileg („dangerous and shocking )
byltingin hefði verið íslendingum.58
Af hverju leyfðu íslendingar ómenntuðum dönskum stríðs-
fanga að ríkja yfir sér í tvo mánuði þangað til breskt herskip kom
Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 168. Yfirlýsing Geirs sjálfs var nær sam-
hljóða, dagsett 8. júlí. Sjá ennfremur 7. grein í auglýsingunni 11. júlí 1809.
54 íslenzk sagnablöd, bls. 33-34. í síðari auglýsingu sinni þann 26. júní hafði
Jörgensen skrifað að ef menn vildu ekki vera áfram í embættum „verður
þá annar embættismaður settur í hans stað."
55 Collegial-Tidende, nr. 63.
56 Gyða Thorlacius, Endurminningar, bls. 70-73.
57 Collegial-Tidcndc, nr. 63.
58 Adm. 1/1995, Magnús og Stefán Stephensen til Jones, 22. ágúst 1809.