Saga - 1999, Page 134
132
ANNA AGNARSDÓTTIR
þeim til hjálpar? Svör finnast í samtímaheimildum enda gerðu
Danir ekki lítið grín að íslendingum fyrir að láta þessi „barnabrek
Jörundar,,59 yfir sig ganga. Og Espólín skrifaði: „sáu allir hinir
vitrari menn, að í þessu var meira gabb en alvara eða skyn-
semd..." þó Jörgensen hafi blekkt marga;60
Aðalástæðan er þó sú staðreynd að Phelps og Jörgensen tókst
að telja landsmönnum trú um að þeir nytu stuðnings ekki ein-
göngu breskra stjórnvalda, sem höfðu veitt Phelps einkaleyfi til
verslunar hér á fslandi, heldur og íslandsvinarins Sir Josephs
Banks.61 Segja beimildir að þeir hafi sýnt sumum íslendingum
leyfis- og víkingabréf sín því til sönnunar.62 íslendingar trúðu
því að Bretar stæðú á bak við byltinguna, að kaupmanninum
Phelps hefði verið „'yfirlátið ísland af Engla Kóngi til meðferðar
eftir velþóknun",.63 og þar af leiðandi væri við ofurefli að etja.
íslendingar höfðu ekki átt vopn „um margar aldir". Hið vopnaða
kaupskip Phelps lá í höfninni reiðubúið að skjóta bæinn í
rústir. Dönsk herskip voru ekki við landið en hins vegar var
fjöldinn allur af breskum herskipum á kreiki. Allt þetta ýtti undir
aðgerðaleysi íslendinga.64 Finnur Magnússon skrifaði að ekki
þyrfti að afsaka íslendinga því Jörgensen „hlyti að hafa [haft]
umboð Englendinga til aðgerða sinna eða væri að öðrum kosti
geðveikur."65 Og ekki sýndist hann vera það. íslendingar óttuð-
ust ekki Jörgensen en þeir óttuðust „veldi Englendinga" ,66
Hins vegar átti annað eftir að koma á daginn. Trampe lagði um
59 Finnur Magnússon, „Nokkur orð", bls. 173.
60 Jón Espólín, Árbækur, XII, bls. 29.
61 Banks hafði skrifað meðmælabréf til góðvinar síns Olafs Stephensens, 28.
maí 1809. Sjá bréfið í Jóni Þorkelssyni, Saga Jörundar, bls. 147-48. Þar stend-
ur m.a.: „I beg also to recommend to your friendly offices ... Mr. Phelps ■
62 Jón Espólín, Árbækur, XII, bls. 27.
63 Islenzk sagnablöd, bls. 35.
64 Islenzk sagnablöd, bls. 34-35. Pétur Sigurðsson gaf út í Sögu 1955 tvær grein-
ar sem birtust í Kjöbenhavnsposten árið 1832, eftir þá Gísla Símonarson
kaupmann og Finn Magnússon. Gísli og Finnur höfðu báðir verið í Reykja-
vík sumarið 1809. Tengdust þessi skrif útgáfu rits Sigfúsar Schulesens um
valdaránið. Sjá Pétur Sigurðsson, „Tvær greinar", bls. 161-65.
65 Finnur Magnússon, „Nokkur orð", bls. 170.
66 Finnur Magnússon, „Nokkur orð", bls. 179. Skáletrað í heimild.