Saga - 1999, Síða 135
VAR GERÐ BYLTING Á ÍSLANDI SUMARIÐ 1809? 133
haustið kæruskjal fyrir utanríkisráðherra Breta og lýsti atburð-
unum sem blöndu af bjánaskap og vitleysu, vitfirringu og misk-
unnarleysi („a mixture of folly and nonsense, of madness and
cruelty").67 Það er staðreynd að Bretar áttu engan þátt í bylting-
unni68 og Wellesley utanríkisráðherra harmaði mjög það stjórn-
leysi sem hafði ríkt á íslandi sumarið 1809.69 Er þetta gott dæmi
um að það sem fólk trúir að sé að gerast í samtímanum skiptir
meiru um gang sögunnar heldur „wie es eigentlich gewesen .
Islendingar vissu ekki sannleikann. Þá hefðu þeir e.t.v. þorað
að ráðast á skipverjana tólf eða hið átta manna herlið.
En hvað fannst almenningi? Almenningur hefur ekki skilið eftir
heimildir til að svara þessari spurningu frekar en svo mörgum
öðrum. Jörgensen sagðist hafa verið hvattur til að taka að sér
stjórn landsins sem verndari að „Almennings ósk". Þetta fannst
Stefánungum óhugsandi („inconceivable")70 og Jón Þorkelsson
kannaðist ekkert við að hafa fundið heimildir sem styddu full-
yrðingu Jörgensens.71 Bræðurnir fullyrtu einnig við Jones að
auglýsingar verndarans hefðu skotið íslendingum skelk í bringu
svo vægt væri til orða tekið („did expand a general horror over the
country").72 í íslenzkum sagnablödum var fullyrt að: „Flestum, ef
ei öllum, íslendingum líkaði stórílla Jörgensens fyrirtæki.' 73
Hooker hafði aðra sögu að segja. Hvert sem Jörgensen fór
þyrptust innfæddir að honum, kvörtuðu undan Dönum og full-
vissuðu hann um „their satisfaction in the prospect of being freed
from their tyranny."74 Hooker var ekki með í þessum ferðum,
67 Jörundarskjöl, Trampe til Bathursts lávarðar, 6. nóvember 1809.
68 Sjá Önnu Agnarsdóttur, „Eftirmál".
69 F.O. 40/1, Banks til Trampes, 23. apríl 1810. Banks skrifaði uppkast og
Wellesley skrifaði síðan á það „I entirely approve this answer.
70 Adm. 1/1995, Magnús og Stefán Stephensen til Jones, 22. ágúst 1809.
71 Jón Þorkelsson, Saga Jörundar, bls. 33.
72 Adm. 1/1995, Magnús og Stefán Stephensen til Jones, 22. ágúst 1809.
73 Islenzk sagnablöd, bls. 34.
74 Hooker, A Tour in Iceland, II, bls. 40. í raun stóðu Bretar alltaf í þeirri trú
að íslendingar ættu enga ósk heitari en að gerast þegnar Bretakonungs.
Banks skrifaði t.d. að þeir væru „universally desirous of being placed und-
er the dominion of England", DTC XVII, Banks til Hawkesburys, 30. des-
ember 1807.