Saga - 1999, Side 144
142
HELGI ÞORSTEINSSON
Tafla 1. Sunnlenskt kaupafólk á Austfjörðum
1884 150
1891 Á fjórða hundrað
1894 500
1895 500
1896 1300
1897 A.m.k. 700
Heimildir:
1884: Austri (fyrri) I, 4. október 1884, d. 225.
1891: Austri I, 31. ágúst 1891, bls. 9.
1894: Austri VI, 13. mars 1896, bls. 25. Skv. Hovland sótti „Egill" 400 manns til
Reykjavíkur og Vestmannaeyja um vorið, en verið getur að fleiri hafi komið
með öðrum skipum. Kari Shetelig Hovland, Norske seilskuter pfi lslandsfiske,
bls. 114.
1895: Austri VI, 13. mars 1896, bls. 25.
1896: Kari Shetelig Hovland, Norske seilskuter pd Islandsfiske. - Austri VI, 23.
september 1896, bls. 99. - Bjarki I, 9. október 1896, bls. 2. - Þjóöólfur XLVIII,
3. júlí 1896, bls. 130.
1897: Kari Shetelig Hovland, Norske seilskuter p& Islandsfiske, bls. 114. Þar eru að-
eins nefndir þeir sem fóru með skipi Ottós Wathnes, „Egill". „Með minnsta
móti var flutningur Sunnlendinga til sumarvinnu á Austfjörðum," segir í
Búnaöarriti um árið 1897. Vilhjálmur Jónsson, „Árið 1897", Búnaöarrit 12. árg.
1898, bls. 138.
Líklegt er að ástæður þessara breytinga hafi í upphafi einkum ver-
ið tvær. I fyrsta lagi varð útgerð erlendra manna, Færeyinga og
Norðmanna, Austfirðingum hvatning til þess að reyna sjálfir fyrir
sér, en útgerð þeirra hafði verið lítil fyrir 1880, ekki síst vegna þess
að veiðin var einna mest um hásláttinn.3 í öðru lagi höfðu sam-
göngur breyst með tilkomu strandferðaskipa, ferðalagið frá Suð-
vesturlandi til Austfjarða varð mun auðveldara, og því var hægt
að sækja vinnuaflið þangað.
í byrjun síðasta áratúgar 19. aldarinnar varð aflabrestur hjá báta-
sjómönnum við Faxaflóa,4 og svartsýni á framtíð þeirrar útgerðar
3 Þessi skýring kemur m.a. fram íAustra X, 10. apríl 1900, bls. 43.
4 Bjarni Símonarson, „Árið 1895", bls. 183. - Vilhjálmur Jónsson, „Árið
1896", bls. 196-97.