Saga - 1999, Page 145
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI1896-1906 143
jókst eftir að veiðar breskra togara hófust.5 Á sama tíma efldist
starfsemi stórútgerðarmanna og kaupmanna á Austfjörðum, ekki
síst Norðmannsins Ottós Wathnes.6 Eftirspurn eftir vinnuafli og
fiski fór því vaxandi en Færeyingum, sem höfðu um árabil komið
til Islands á sumrin og bæði róið á eigin bátum og starfað fyrir
aðra útgerðarmenn, fækkaði, að minnsta kosti tímabundið, þegar
leið á áratuginn.7 Mikil aukning varð milli áranna 1895 og 1896 á
fjölda þeirra Sunnlendinga sem leituðu til Austfjarða.
Eitt af því sem gerði Austfirðina vænlega til útgerðar í augum
sunnlenskra sjómanna var að þar var hægt að fá síld til beitu.8
Síldveiðin var þó ætíð ótrygg og framboðið á beitu því einnig, allt
þar til íshúsin komu til sögunnar, en í þeim var hægt að geyma
síldina óskemmda allt árið. Austfirðingar voru brautryðjendur í
byggingu íshúsa á íslandi og voru þau fyrstu tekin í notkun sum-
arið 1895.9 Þetta framfaraspor var meðal annars notað til að laða
Sunnlendinga til starfa á Austfjörðum sumarið 1896.10
Árið 1884 fóru strandferðaskipin aðeins eina ferð austur um
land frá Reykjavík á sumri og eina ferð til baka að hausti, og þótti
hvorug henta vel sunnlenskum sjómönnum sem þangað komu til
vinnu.11 Vorið 1896 gátu þeir valið um þrjár ferðir strandferða-
skipa á vorin, eina í maí og tvær í júní.12 Strandsiglingarnar hent-
uðu norðlenskum bændum sem vantaði kaupafólk mun verr en
austfirskum útgerðarmönnum, og samkeppnisstaða þeirra hafði
því í raun versnað með bættum strandferðum. Sjóleiðin norður var
5 Heimir Þorleifsson, Saga íslenskrar togaraútgerðar fram til 1917, bls. 13.
Samtímamenn töldu þetta vera eina ástæðu þess að þeim Sunnlendingum
fjölgaði sem sóttu til Austfjarða. - Austri 11. apríl 1900. - Austri 4. apríl
1900. Vilhjálmur Jónsson, „Árið 1898", Búnaðarrit. 13. árg (1899), bls. 178.
6 Kari Shetelig Hovland, Norske seilskuter pá havet, bls. 113-14.
7 Austri VI, 13. mars 1896, bls. 26.
8 Matthías Þórðarson, Síldarsaga íslands, bls. 150.
9 Smári Geirsson, Norðfjörður, bls. 162-63. Hovland segir að Wathne hafi
byrjað að byggja íshús haustið 1894 á Seyðisfirði og Mjóafirði. Kari Shet-
elig Hovland, Norske seilskuter pd lslandsfiske, bls. 113.
10 Þjóðólfur 24. janúar 1896. Beituskorturinn var þó fráleitt úr sögunni. Sjá
m.a. Guðjón Símonarson, Slormur strýkur vanga, bls. 109. - Bjarki III, 21.
febrúar 1898, bls. 27. - Vilhjálmur Jónsson, „Árið 1897", bls. 138-39.
11 Austri I (fyrri), 5. október 1884, d. 255.
12 diísfri VI, 13. mars 1896, bls. 26. -Austri VI, 23. maí 1896, bls. 53.