Saga - 1999, Side 146
144
HELGI ÞORSTEINSSON
miklum mun lengri og erfiðari en til Austfjarða, og bændurnir
réðu eins og gefur að skilja ekki sjálfir yfir neinum gufuskipum.13
Norðlendingar sömdu þó við Þórarinn E. Tulinius kaupmann í
Kaupmannahöfn um að skip hans kæmu við á norðlenskum höfn-
um, en ekki tókst að tryggja heppilegar ferðir fyrir kaupafólk frá
Suðvesturlandi sumarið 1896.14 Líklega hefur það haft sitt að segja
um að Austfirðingar fengu svo marga til sín sem raun bar vitni.
Uppgangur austfirsks bátaútvegs hélt ekki lengi áfram. Aflinn
brást sumarið 1896, og næsta vor komu mun færri sunnlenskir sjó-
menn. Ekki var þó vínnuaflsskortur landbúnaðarins þar með úr
sögunni því mikil þensla var í atvinnulífinu næstu árin. Þilskipút-
gerðin við Faxaflóa hóf strax í kjölfarið sitt mesta uppgangsskeið
og sogaði til sín vinnuafl. Einnig jukust hvalveiðar og ýmis starf-
semi á vegum hins opinbera. Allt voru þetta atvinnugreinar sem
kröfðust vinnuafls á heyskapartímanum og ógnuðu því landbún-
aðinum. Bændur voru þó ekki einir um að lenda í erfiðleikum
vegna vinnuaflsskorts, það var vandamál sem útgerðin við Suð-
vesturland og Austfirði átti einnig við að glíma.
Hagur bænda versnaði við stöðvun sauðasölunnar undir lok
nítjándu aldarinnar en laun vinnufólks hækkuðu.15 Kaupafólkið
varð einnig dýrara og hvort tveggja varð torfengnara.16 Utvegs-
bændur á Austfjörðum fengu seint nóg af vinnuafli. Þeir sóttust
svo mjög eftir sunnlenska kaupafólkinu að þeir þyrptust á skips-
fjöl strax og strandferðaskipin birtust til að bjóða í það og oft voru
boðin betri en þeir gátu staðið við.17 Bæði þeir og þilskipaeigend-
ur við Faxaflóa reyndu að bindast samtökum um að koma ein-
hverjum böndum á yfirboð til sjómanna, en með takmörkuðum
árangri.18 Útgerðarmenn þilskipa lentu iðulega í erfiðleikum
13 Austri VI, 29. febrúar 1896, bls. 21, greinir frá erfiðleikum húnvetnskra
bænda í léit að kaupafólki vegna samgönguskorts.
14 Austri VI, 30. mars 1896, bls. 35. - Austri VI, 23. maí 1896, bls. 55.
15 Um hækkun launa.vinnufólks, sjá Guðmundur Jónsson, Vmnuhjú á 19. öld,
bls. 44-45.
16 Sjá t.d. Fjallkonan XV, 9. nóvember 1898, bls. 173.
17 Guðjón Símonarson, Stormur strýkur vanga, bls. 104-22.
18 Ingólfur V. Gíslason, Enter the Bourgeoisie, bls. 99-108. - Bjarki II, 29. apríl
1897, bls. 67-68, 6. maí 1897, bls. 71 og 21. maí 1897, bls. 78.