Saga - 1999, Síða 148
146
HELGI ÞORSTEINSSON
bændur urðu einna síðastir til að nýta sér það ráð. Árið 1901 tók
til starfa ráðningarstofa fyrir sjómenn á þilskipin.21 Nokkrir út-
vegsbændur á Austfjörðum höfðu umboðsmann í Reykjavík vet-
urinn 1904-1905, sem gerði skriflega ráðningarsamninga við þá
sem hugðu á ferð austur um sumarið. Veturinn eftir var rekin
formleg ráðningarstofa á sama stað, samningseyðublöð prentuð
og auglýst eftir fólki.22 Búnaðarfélag íslands rak vinnumiðlun fyr-
ir landbúnaðinn í Reykjavík 1906-1908, en með takmörkuðum ár-
angri.23 Ráðningarstofa var einnig rekin á vegum Stefáns B. Jóns-
sonar kaupmanns árið 1902, en hætti fljótlega starfsemi.24 Sjálfsagt
hafa margir fleiri gerst umboðsmenn bænda og útgerðarmanna
um lengri eða skemmri tíma og ráðið til þeirra fólk. Þessar ráðstaf-
anir dugðu þó ekki til, enda juku þær í sjálfu sér ekki vinnukraft-
inn sem fyrir hendi var, þó kannski hafi honum verið betur og
skipulegar ráðstafað. Því var gripið til aðgerða til að reyna að
fjölga vinnandi höndum á Islandi með auknum innflutningi út-
lendinga.
Finnskir landnámsmenn í íslenskum sveitum
Erlent vinnuafl var augljóslega engin nýlunda á íslandi en um-
ræða sú sem hófst um miðjan síðasta áratug nítjándu aldarinnar
var engu að síður nýstárleg að mörgu leyti. Fram að því höfðu
þeir útlendingar sem hingað komu til starfa einkum verið farand-
verkamenn sem dvöldu sumarlangt á Austfjörðum.
Hugmyndum þeim um að laða innflytjendur til íslands sem
kviknuðu á síðustu árum nítjándu aldarinnar má skipta í tvo meg-
inflokka. Annars vegar voru þeir sem vildu að áfram yrði flutt inn
verkafólk og sjómenn, en til starfa um allt land hjá íslenskum at-
21 Matthías Þórðarson, Litiö til baka, bls. 238.
22 Guðjón Símonarson, Stormur strýkur vauga, bls. 153, 163.
23 ísafold XXXII, 22. júh' 1905, bls. 187. - ísafold XXXII, 27. júlí 1905, bls. 186.
Sigurður Sigurðsson, „Verkafólksskorturinn í sveitunum", bls. 277- 78. -
Sigurður Sigurðsson, „Skýrsla til Búnaðarfélags Islands, um árið 1906",
bls. 50-51. - Sigurður Sigurðsson, „Ráðningaskrifstofa", bls. 189-190. -
Einar Helgason, „Ráðningastofan", bls. 76-77.
24 Sigurður Sigurðsson, „Ráðningaskrifstofa", bls. 189.