Saga - 1999, Síða 149
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI1896-1906 147
vinnurekendum, til dæmis við þilskipaútgerðina suðvestanlands,
en einnig og ekki síst hjá bændum. Hins vegar voru þeir sem að-
hylltust landnám erlendra manna í íslenskum sveitum, sem leiða
myndi til þess að þjóðinni fjölgaði og hún efldist, og jafnframt
verða til að flytja til íslands nýja þekkingu á jarðyrkju.
Sumir aðhylltust báðar þessar hugmyndir, aðrir vildu aðeins er-
lent verkafólk og voru gallharðir andstæðingar landnáms. Hug-
myndirnar tvær voru enda að nokkru leyti andstæður. Önnur
gekk út á að auka framboð verkafólks í landinu, hin stefndi að því
að fjölga vinnuveitendum og þar með, sögðu þeir sem voru henni
andstæðir, að auka eftirspurn eftir vinnuafli.
Hugmyndir um að sækja nýja landnámsmenn til Islands má
hugsanlega rekja til útlendra ferðamanna sem fóru um landið og
undruðust óbyggð landflæmin. Valtýr Guðmundsson, ritstjóri
Eimreiðarinnar, sagði árið 1897 frá þýskum háskólakennara, dr.
Andreas Heusler, sem hafði farið um ísland sumarið 1895, og vitn-
aði í fyrirlestur sem hann hefði haldið í Berlín. „Kveður hann
margfalt fleira fólk geta lifað á landinu en nú er þar, 5^100.000 að
ætlan skynberandi manna, er lágt hugsi, en þeir sem gefi ímynd-
unaraflinu lausan tauminn ætli jafnvel að þar gæti verið lífvæn-
legt fyrir sjö milljónir manna."25
Þegar rætt var um landnám var meginfyrirmyndin Norður-
Ameríka. Rætt var um það, til dæmis, að ísland gæti tekið við
Norðurlandabúum sem að öðrum kosti héldu til Vesturheims.
Lýsingar Þórhalls Bjarnarsonar, formanns Búnaðarfélags Islands,
og Hermanns Jónassonar á gjöfulum eyðijörðum á Snæfellsnesi26
vöktu vonir um að þar gætu erlendir bændur þrifist.27 Einnig voru
uppi hugmyndir um að með aukinni ræktun lands gæti mun
fleira fólk þrifist á þeim jörðum sem þegar voru byggðar. Slíkar
væntingar höfðu þó einkum menn sem ekki höfðu beinna hags-
muna að gæta sjálfir í landbúnaðinum, og er þar fremstan að telja
Valtý Guðmundsson alþingismann. Valtýr var búsettur í Dan-
25 Valtýr Guðmundsson, „íslensk hringsjá", Eimreiðin, 2. árg. 1896, bls. 159. -
Sjá einnig, Þjóðólfur 26. febrúar 1897, bls. 37.
26 Þórhallur Bjarnarson, „Ferð um Snæfellsnes sumarið 1902". - Þjóöólfur LV,
14. ágúst 1903, bls. 129.
27 Sjá t.d. Alpingistíðindi [hér eftir Alþt.] 1903 C, bls. 425.