Saga - 1999, Page 150
148
HELGI ÞORSTEINSSON
mörku og líklega hafa skoðanir hans að nokkru markast af góðu
gengi landbúnaðar þar í landi. Fleiri íslendingar, sem þar bjuggu,
lýstu einnig stuðningi við landnámshugmyndina og skrifað var
um máhð í dönsk blöð. Þar fór mest fyrir þeirri hugmynd að fá
ætti Finna til landnáms. Valtýr taldi að Finnar myndu þrífast vel á
Islandi, því löndin væru að nokkru leyti svipuð, bæði hrjóstrug og
loftslag fremur kalt. Hann sagðist hafa heyrt það frá Finnum sem
komið hefðu til Islands að hér væri mun lífvænlegra en í heima-
landi þeirra.28
Sú hugmynd, að Finnar hentuðu vel til landnáms, naut einnig
töluverðrar hylli á Islandi, og virðist fyrst vera getið árið 1901. I
stuttri frétt í blaðinu Þjóðólfi segir frá þeirri kúgun sem Finnar búi
við af hendi Rússa, og flýi þeir því land sitt hópum saman til Vest-
urheims en einnig til Svíþjóðar og Noregs. „Væri ekki reynandi að
benda Finnum á, að á íslandi gætu þeir fengið nógar jarðir til
ábúðar fyrir sig og sína fjölskyldu.... Finnar eru hörðu vanir, seig-
ir og sinnugir og mundu eflaust kunna hér vel við sig."29
Möguleika á innflutningi fólks til Islands virðist fyrst vera getið
í Danmörku í grein eftir Hafstein Pétursson í dagblaðinu Berlingske
Tidende sem birtist 1. október 1902 og er þar rakin umræðan á Is-
landi.30 Rúmum tveimur vikum síðar er enn fjallað um málið í
sama blaði og er þá sérstaklega rætt um að finnskir útflytjendur
gætu orðið heppilegir landnemar því í heimalandi þeirra séu jarð-
ir harðbýlli og ófrjósamara en á lágsléttum á íslandi. Á íslandi,
segir höfundurinn sem titlar sig S. P., væru þeir líka lausir við her-
skyldu og vald rússneskra embættismanna. Væru þeir fræddir
um tilveru landsins og ferðalagið auðveldað myndu eflaust marg-
ir þeirra vilja flytjast þangað í stað Vesturheims og byggja að nýju
jarðir sem lagst hefðu í eyði vegna mannfæðarinnar.31 Umfjöllun
danska blaðsins var endursögð í Þjóðólfi nokkrum vikum síðar.32
Umfangsmestu skrifin í Danmörku um innflutning útlendinga
til Islands birtust í blaðinu Klokken 12, sem tók málið upp haustið
28 Alþt. 1903 A, d. 674-77.
29 Þjóðólfur LIII, 22. nóvember 1901, bls. 219.
30 Berlingske Tidende, 1. október 1902.
31 Berlingske Tidende, 16. október 1902.
32 Þjóðólfur LIV, 12. desember 1902, bls. 198-99.