Saga - 1999, Page 153
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á {SLANDI 1896-1906 151
nokkrum vandkvæðum bundið að fá nægilega margt fólk frá Nor-
egi. Betra væri að fá sænskt farandverkafólk, eins og Danir hefðu
lengi gert, því það væri ódýrara en bæði það norska og danska.
Ennþá ódýrara væri þó vinnuaflið í Póllandi, þaðan sem Þjóðverj-
ar fengju fólk, og Danir hefðu einnig farið að leita eftir upp á
síðkastið. Pólverjunum þyrfti ekki að borga nema eina krónu á
viku „og auk þess baunir og flesk til matar, sem Pólverjar mat-
reiða sjálfir" Svipaða sögu hafði greinarhöfundurinn af Rússum
að segja, sem Þjóðverjar hefðu einnig í vinnu hjá sér. Þeir ynnu
fyrir lægra kaup en innlenda verkafólkið „og eru yfirleitt ánægð-
ari með lífið, þó það sé ekki sem glæsilegast."
Sunnlenski bóndinn var víðlesinn, því hann kunni einnig að
segja frá Kínverjum, sem væru „hinn ódýrasti vinnulýður" og
flykktust á hverju ári hundruðum þúsunda saman til Ameríku,
Ástralíu og Evrópu. Kostir þeirra voru miklir. „Þeir eru heilsugóð-
ir og harðir, lausir við drykkjarspillingu og lungnaveiki, og geta
lifað á því fæði, sem engum hvítum manni dugar, vinna eins og
hestar, og eru nógu greindir til að geta lært fljótlega vinnu í hvaða
landi sem er."
Enn átti þó bóndinn eftir að segja frá hættulegasta keppinaut
verkamanna í mörgum löndum „og það eru ítalir, sem verkmenn
kalla „evrópska Kínverja"", enda jöfnuðust að sögn engir á við þá
í þrautseigju og nægjusemi nema áðurnefnd Austurlandaþjóð.
Þeir fara í apríl eða maí til Þýskalands, Sviss, Frakklands og
Rússlands; eru þar yfir sumarið, en fara heim með haustinu
(í okt. eða nóv.) með sumarkaupið, 2-300 krónur. Sjálfir hafa
ítalir sinn þjóðmat, eins og Kínverjar, „pólenta", sem er bú-
inn til úr maísmjöli og vatni og mjög ódýr. Þegar þeir hafa
unnið í 12-15 stundir fleygja þeir sér á gólfið yfir nóttina og
breiða að eins poka undir sig. Með þessu móti fer húsnæði
og fæði þeirra sjaldan yfir 30 au. á dag.38
Síðar áréttaði þó greinarhöfundurinn að hann hefði því aðeins
sagt frá Pólverjum, Kínverjum og ítölum, að sýna að aðrar þjóðir
38 Fjallkonan XV, 9. nóvember 1898, bls. 173-74. Greinarhöfundur skrifaði í
framhaldsgrein að upplýsingar sínar um ftali hefði hann haft úr riti um
ítalska verkamenn sem nefndist Evropas Kinesere og gefið hefði verið út í
Stokkhólmi 1898.