Saga - 1999, Page 155
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI 1896-1906 153
rými, en þó ekki nægilega mikið til að geta lifað af því einu, og
yrði því að leita í daglaunavinnu hjá öðrum. Nefnd sem skipuð
var í efri deild um málið lagði í áliti sínu áherslu á að fá til lands-
ins „verkafólk og þurrabúðarmenn, sem setjist að við sjávarsíð-
una" en gefa mætti þeim „smá lóðarbletti til ræktunar til stuðnings
við aðra atvinnu". Hugmyndin var meðal annars sú að útlending-
ar sem fengju vinnu við sjávarsíðuna losuðu um íslenskt vinnuafl
til landbúnaðarins.42 Svipuð sjónarmið komu fram hjá öðrum
þingmanni, Þórhalli Bjarnarsyni, formanni Búnaðarfélags íslands.
Hann benti á þann möguleika að fá til landsins útlenda verka-
menn til að vinna við vegagerð. Þannig mætti slá tvær flugur í
einu höggi, annars vegar myndi sparast vinnuafl, „sem annars
verður að taka frá landbúnaðinum, og einnig gæti það leitt til
þess, að einhverjir af þessum vinnulýð settust hér að fyrir fult og
fast."43
Allt það tímabil sem þessi rannsókn nær til, og um árabil eftir
það, var önnur hugmynd uppi um lausn á vinnuaflsskorti íslands,
við hlið þeirrar að fá hingað útlendinga, og það var að hjálpa Vest-
ur-Islendingum til að snúa aftur til upprunalandsins.
Ottó Wathne útgerðarmaður á Seyðisfirði skrifaði í Austra árið
1895 og lýsti vilja til að senda skip til Quebec eða Chicago til að
flytja Vestur-íslendinga aftur heim, ef styrkur fengist til þess úr
landssjóði.44 Heimildir geta ekki um að nokkuð hafi orðið af fyrir-
hugaðri vesturferð Wathnes, en hugmyndin um heimflutning
Vestur-íslendinga lifði góðu lífi næstu árin. Alþingi ákvað árið
1903 að í samningum við Sameinaða gufuskipafélagið danska um
skipaferðir yrði tiltekið að flytja ætti innflytjendur til íslands frá
Skotlandi fyrir samsvarandi fargjald og útflytjendur á leið til Vest-
urheims greiddu fyrir farið til Skotlands45 og virðist það hafa
gengið eftir.46 Svipaðar tilraunir til að auðvelda heimferðir Vestur-
Islendinga voru gerðar 1908.47
42 Alþt. 1903 C, bls. 424-25.
43 Alþt. 1903 B, d. 1061-62.
44 Austri V, 10. júlí 1895, bls. 74.
45 Alþt. 1903 A, d. 295.
46 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 3, nr. 533. Stj. ísl. til Thors E. Tulinius 29. apríl 1904.
47 ÞÍ. Stj. fsl. II. Db. 2. Nr. 568.