Saga - 1999, Page 156
154
HELGI ÞORSTEINSSON
Fylgismenn heimflutnings Vestur-íslendinga þóttuSt þess full-
vissir að fjölmargir þeirra hefðu orðið fyrir vonbrigðum með nýja
heimalandið og vildu helst af öllu flytja aftur til íslands. Því til
stuðnings var vitnað bæði í frásagnir Vestur-íslendinga sem þeg-
ar voru komnir aftur til íslands48 og bréf frá þeim sem eftir sátu en
vildu komast.49 Bent var á að flutningar íslendinga til Ameríku
væru upphaflega orsök vinnuaflsskortsins á Islandi og því væri
rökrétt að stöðva þá, og snúa þeim við. Þá fengist fólk sem væri
vant aðstæðum og loftslagi hér fremur en misjafnir útlendingar.50
Hugmyndin um heimflutning Vestur-íslendinga var lífseig, og
má sjá votta fyrir henni í umræðum að minnsta kosti þangað til
skömmu eftir fyrri heimstyrjöldina.51
Hugmyndin í framkvæmd
Þrátt fyrir líflega umræðu varð lítið úr framkvæmdum lengi vel.
Færeyingar og Norðmenn komu eftir sem áður til Austfjarða, og
var meðal annars auglýst eftir Færeyingum í þarlendum blöð-
um.52 Til tals kom hjá Útgerðarmannafélaginu við Faxaflóa, senni-
lega veturinn 1897-98, að fá norska sjómenn, og var haldið að þeir
yrðu ekki dýrari en íslenskir, þó að ferðakostnaðurinn bættist
við.53 Ekki virðist þó hafa orðið úr framkvæmdum þá.
Arið 1903 lagði Valtýr Guðmundsson fram á Alþingi lagafrum-
varp og þingsálykunartillögu sem miðaði að því að fá útlendinga
til að flytjast til landsins. Valtýr beindi einkum sjónum til Finn-
lands og Noregs og vildi að þar yrðu gefin út smárit um landkosti
Islands. Til að laða að innflytjendur átti samkvæmt tillögum hans
að tryggja afslátt af fargjaldi til landsins, gefa landnemum órækt-
að land til eignar og umráða og veita lán til húsagerðar, verkfæra-
kaupa og búpenings. Eignarréttur á landinu átti að vera því skil-
yrði bundinn að það yrði að fullu ræktað, eða undirbúið til rækt-
48 Sjá t.d. ísafold, 10. tbl. 35. árg. 7. mars 1908, bls. 1-2.
49 Sjá t.d. Dagfari, 24. tbl. 1. árg. 12. september 1906, bls. 1-2.
50 Vestri 4. árg., 4. tbl. 26. september 1904, bls. 1.
51 Sjá t.d. Alþt. 1909 A. bls. 572. - Alþt. 1919 B, d. 2288.
52 Sámal Johansen, Til lands, bls. 108-10.
53 ísafold XXV, 8. janúar 1898, bls. 1.