Saga - 1999, Page 160
158
HELGIÞORSTEINSSON
vertíð, því innlendir menn væru þegar ráðnir á skipin, „slíkt þarf
að undirbúast af hásetum og skipaeigendum á haustin fyrir næsta
ar.
Noregsferð Matthíasar Þórðarsonar skipstjóra
Svör sýslumannanna, eða sá hluti þeirra sem hafði borist í tæka
tíð, og að öllum líkindum svarið frá Utgerðarmannafélaginu við
Faxaflóa voru send út til Þórarins E. Tulinius í Kaupmannahöfn í
lok júní. Hann lét þýða svörin og færði sænsk-norsku ræðismanns-
skrifstofunni þau, enda sagði hann að þar væri mikill áhugi á mál-
inu, og vilji til að dreifa upplýsingunum sem víðast.68
í október 1904 barst Stjórnarráðinu bréf frá Matthíasi Þórðarsyni
skipstjóra. Matthías leitaði eftir 500 króna styrk „samkvæmt lög-
um og þingsályktun síðasta Alþingis um fólksflutninga til Is-
lands" í þeim tilgangi að ferðast til norðanverðs Noregs, vera þar
í þrjá mánuði og reyna með fundum og fyrirlestrahaldi að hvetja
fólk til að flytjast til Islands.69 Styrkumsókn Matthíasar var sam-
þykkt. í lok október lagði hann af stað áleiðis til Noregs og næstu
vikurnar ferðaðist hann milli bæja í Vestur- og Norður-Noregi, en
fyrst og fremst leitaði hann þó til útgerðarbæja í Lofoten.
Matthías segir frá því í skýrslu sinni til Stjórnarráðsins að ferð-
inni lokinni að hann hafi með hjálp Momsens skipstjóra, sem hafði
skrifstofu fyrir ráðningar á fiskimönnum og sjómönnum, tekið
saman útdrátt úr skýrslum sýslumanna um möguleika á vinnu á
Islandi. Þessum útdrætti hafi hann komið á framfæri við ýmis
dagblöð og í kjölfarið hafi fjöldi bréfa borist hvaðanæfa að úr
Noregi til Momsens,
viðvíkjandi, því að fá atvinnu á íslandi, en þó varð sami ár-
angurinn að vinnufólk ofan af landinu í Norvegi mundi
ekki fáanlegt til sveitavinnu á íslandi fyrir það kaup sem
þar væri boðið, þar eð kaupgjald í Noregi væri jafnhátt, og
jafnvel hærra ...
Reynslan af ráðningu norskra sjómanna til íslands átti reyndar eft-
ir að leiða í ljós að hið sama gilti um þá og vinnumennina. Skikk-
67 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 3, nr. 533. Tryggvi Gunnarsson til Stj. ísl. 26. apríl 1904.
68 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 3, nr. 533. Thor E. Tulinius til Stj. ísl. 12. júlí 1904.
69 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 3, nr. 533. Matthías Þórðarson til Stj. ísl. 12. október 1904.