Saga - 1999, Qupperneq 162
160
HELGI ÞORSTEINSSON
ir fyrir milligöngu Momsens þess sem áður var nefndur og héldu
nokkru síðar af stað með skipi til Islands.70 Það voru tveir um-
svifamestu útgerðarmenn við Faxaflóa, þeir Geir Zoéga og Th.
Thorsteinsson í Reykjavík, og einnig Ágúst Flygenring kaupmað-
ur í Hafnarfirði og Duusverslun í Keflavík, sem réðu norsku sjó-
mennina.71 Annar útgerðarmaður, Þorsteinn Jónsson kaupmaður
á Borgarfirði eystra, réð einnig norska sjómenn í kjölfarið á ferð
Matthíasar, en frá honum verður sagt síðar.
Telja má nokkuð víst að megintilgangur ferðar Matthíasar til
Noregs hafi hvorki verið sá að afla landnámsmanna né vinnu-
manna fyrir bændur heldur sjómanna á þilskipin við Faxaflóa,
sem hann og gerði. Grunur um það kviknaði þegar eftir heim-
komu Matthíasar, enda sá hann ástæðu til að bera af sér sakir í
grein í Þjóðólfi í mars 1905.72 Tryggvi Gunnarsson hafði þá sagt á
opnum fundi að Matthías hefði verið sendur til Noregs til þess að
ráða sjómenn.73
Matthías var meðlimur í Utgerðarmannafélaginu við Faxaflóa.
Hann rak einnig ráðningarstofu þá sem áður hefur verið minnst á,
sem útvegaði sjómenn á þilskip74 og hafði ýmiss konar milligöngu
aðra fyrir útgerðarmenn. í október 1903 auglýsti hann þjónustu
sína í Þjóðólfi. „Ég ræð menn eins og áður út á þilskip og útvega
norska fiskimenn, ef þörf gerist," sagði hann meðal annars.75 Ekki
er þess getið að Norðmenn hafi verið ráðnir þá, en vissulega er
það vísbending um tilgang farar Matthíasar árið eftir. I ævisögu
sinni, rúmum fjórum áratugum síðar, segir Matthías, að hann hafi
farið til Noregs í ýmsum erindum, meðal annars hafi hann ráðið
sjómenn fyrir Utgerðarmannafélagið.76 Fjörtíu árum fyrr hafði
hann ekkert við það kannast, viðurkenndi reyndar að hann hefði
orðið þeim samferða á skipi til íslands, en gerði að öðru leyti lítið
70 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db 3. Nr. 533. Matthías Þórðarson til Stj. ísl.. „Ferð um norð-
anverðan Noreg. Skýrsla til Stjómarráðsins fyrir Islandi."
71 Reykjavík VI, 28. febrúar 1905, bls. 43-44.
72 Þjóðólfur LVII, 3. mars 1905, bls. 39.
73 Reykjavtk VI, 28. febrúar 1905, bls. 43.
74 Matthías Þórðarson, Litið til baka, bls. 238.
75 Þjóðólfur LV, 16. október 1903, bls. 164, 23. október 1903, bls. 172, 30.
október 1903, bls. 176.
76 Matthías Þórðarson, Litið til baka, bls. 211.