Saga - 1999, Page 164
162
HELGI ÞORSTEINSSON
um, margir þeirra þættu vera „óeirðamenn um marga hluti og í
meira lagi ódæhr." Auk þess myndi minna gagn verða af þeim en
ella vegna þess að þeir kynnu ekki málið og væru meira eða
minna óvanir störfunum. Fundarmenn töldu að nóg væri til af sjó-
mönnum hér á landi og útlendingarnir myndu taka atvinnu frá
innlendum mönnum. Samþykktar voru tillögur gegn innfLutningi
af þessum toga og Sjómannafélaginu Bárunni falið að fylgja þeim
eftir.80
Bárufélagar boðuðu til annars fundar nokkrum dögum síðar, og
voru þá einnig boðnir útgerðarmenn og skipstjórar. I frásögn
blaðsins Reykjavíkur af fundinum kemur fram að þá hafi sjómenn-
irnir ekki sagst óttast komu Norðmannanna vegna þess að þeir
kepptu við íslendinga um atvinnuna, heldur vegna þess að þeir
væru yfirleitt „svolar og drykkjumenn" og mundu „afvegaleiða
íslenzka sjómenn til drykkjuskaparóreglu, sem þeir ... annars
væru yfirleitt orðnir svo frábitnir." Ennfremur bentu þeir á að það
væri líklega „lélegasta rusl" og „afhrak lýðs" sem hingað kæmi,
þar sem bjóða yrði sjómönnunum lægri laun en ella, vegna þess
að einnig þyrfti að greiða fyrir þá fargjaldið.
Jón Olafsson ritstjóri og Tryggvi Gunnarsson, formaður Útgerð-
armannafélagsins, sem staddir voru á fundinum, drógu báðir í efa
að þetta væri raunveruleg ástæða fyrir andstöðu sjómanna, sann-
leikurinn væri sá að milli sjómanna og útgerðarmanna væri hags-
munatogstreita. Tryggi sagði að það hlyti þó að verða landinu
ábati að fá ódýran vinnukraft. Jón benti sjómönnum á, að væru
þeir ósáttir, gætu þeir bundist samtökum, „svo að hver sjómaður
skuldbindi sig til að ráðast alls ekki á skip, þar sem neinn maður
er á ráðinn með lægri kjörum, en þeir ákveða lægst megi vera."
Jón var þar með að hvetja til þeirra ráða sem síðan hafa verið eitt
meginvopn íslenskrar verkalýðshreyfingar í baráttunni við sam-
keppni frá erlendu vinnuafli, að krefjast þess að útlendingarnir
vinni ekki undir innlendum lágmarkslaunum. Fram kemur í frá-
sögn Reykjavíkur af fundinum að tillaga Jóns hafi komið til álita, en
niðurstaðan orðið sú að ekki væri hægt að grípa til ráðstafana fyr-
ir komandi vertíð því langflestir sjómannanna væru þegar búnir
að ráða sig.81
80 lngólfur III, 29. janúar 1905, bls. 14.
81 Reykjavík VI, 28. febrúar 1905, bls. 43-44.