Saga - 1999, Side 165
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI1896-1906 163
Ekki tókst vel til með fyrstu kynni Norðmannanna og íslend-
inga. Þegar aðkomumennirnir gengu á land í Reykjavík höfðu
nokkrir þeirra, „ekki allfáir" segir í blaðinu Reykjavík, skvett í sig
áfengi.82 Þeir voru ekki sáttir, kvörtuðu yfir „illum aðbúnaði og
litlu fæði" á leiðinni, og einnig hafði þeim verið tjáð af vinnuveit-
endum að þeir væru ekki allir öruggir um ráðningu á skip. Sam-
kvæmt frásögnum blaða virðast ýmsir íslendingar hafa gert í því
að espa Norðmennina upp. Meðal annars var þeim sagt að blöð-
in hefðu fjallað á neikvæðan hátt um þá, og hafi þeir tekið það
nærri sér.83 Loks reyndu ýmsir bæjarbúar að fá þá til slagsmála við
sig. Blaðið Ingólfur, sem þó var algerlega mótsnúið komu Norð-
mannanna, sagði að íslendingar mundu hafa átt drjúgan þátt í
þeim áflogum sem urðu.84 Svo fór að lokum að tíu útlensku sjó-
mannanna gistu í varðhaldi um nóttina og hlutu sekt fyrir að vera
með „óskunda á strætunum."85 Fjallkonan, sem var Norðmönnun-
um vinsamleg, sagði að eftir þetta hefði lítið orðið vart drykkju-
skapar hjá þeim, aftur á móti hefði þeim orðið tíðförult í sam-
komuhús KFUM.86
Fáeinum dögum eftir komuna héldu Norðmennirnir fund með
Jóni Eyvindssyni, ræðismanni Norðmanna, og Matthíasi Þórðar-
syni skipstjóra. Þeir sögðust ekki vera komnir til Islands til að
spilla atvinnu innlendra sjómanna, enda hefði þeim verið ókunn-
ugt um launakjör þeirra. Þeir kvörtuðu yfir aðbúnaðinum sem
þeim hefði verið búinn á leiðinni yfir hafið, einnig voru þeir óá-
nægðir sem höfðu fengið gistingu hjá Hjálpræðishernum, sögðu
þar bæði kalt og óþrifnað mikinn. Loks sögðust þeir ekki sætta sig
við annað en að allir fengju vinnu, að öðrum kosti færu þeir allir
heim. Matthías og konsúllinn sögðust báðir myndu gera það sem
þeir gætu til að bæta úr þeim málum, og segir í lok frásagnar Fjall-
konunnar af fundinum, að útlit væri fyrir að Norðmennirnir
myndu allir fá skipsrúm.87
82 Reykjavík VI, 28. febrúar 1905, bls. 43-44.
83 Fjallkomn XXII, 3. mars 1905, bls. 34.
84 Ingólfur III, 26. febrúar 1905, bls. 31.
85 Rcykjavík VI, 28. febrúar 1905, bls. 43-44. - Fjallkomn XXII, 3. mars 1905,
bls. 34.
86 Fjallkonan XXII, 3. mars 1905, bls. 34.
87 Fjallkonan XXII, 3. mars 1905, bls. 34.