Saga - 1999, Page 166
164
HELGI ÞORSTEINSSON
„Nú er svo komið," skrifaði bæjarfógetinn í Reykjavík Stjórnar-
ráðinu í lok mars, „að nokkrir af útlendingum þessum eptir að
hafa verið lögskráðir á skipsrúm, hafa hlaupist á brottu eða verið
reknir úr skipsrúminu vegna drykkjuskaparóreglu eða annara
brota gegn skiparúmssamningnum, og standa þeir nú uppi alls-
lausir og geta eigi af eigin efnum komist heim aptur til átthaga
sinna."88
í bréfum sem gengu um haustið og veturinn eftir milli bæjarfó-
geta, Stjórnarráðsins og Jóns Jónssonar, vararæðismanns Svíþjóð-
ar og Noregs, kemur fram að í hópnum hafi auk Norðmanna ver-
ið bæði Svíar og Finnar. Sennilega hafa hinir síðarnefndu verið
farandverkamenn í Noregi.89 Senda þurfti átta af sjómönnunum
heim í október, og voru fimm þeirra Norðmenn en þrír Finnar. Að
sögn bæjarfógetans höfðu þeir þá yfirgefið skipsrúm sín fyrir
nokkrum mánuðum, „sumir haft vinnu við og við, sumir gengið
iðjulausir lengst af." Hann sagði þá alla óreglumenn, sem gert
hefðu „óspektir og önnur lögreglubrot. Félausir voru þeir með
öllu, því launum sínum höfðu þeir eytt að mestu í drykkjarföng."
Bæjarfógeti sá sér ekki annað fært en að senda þá hið bráðasta
með fiskiskipi til Noregs.90
I lok október voru enn eftir þrír sem óskuðu þá heimsendingar.
Þeir höfðu einnig yfirgefið skipsrúm sín fyrir nokkrum mánuðum
en haft atvinnu öðru hverju síðan.91 Dómur Fjallkonunnar um sjó-
mennina frá Noregi var sá að ekki nema tíundi hver hafi reynst
dugandi.92 Matthías Þórðarson skrifaði sjálfur svo um þá í endur-
minningum sínum að þeir hafi verið „ærið misjafnir, sumir drykk-
feldir, þótt nothæfir menn fyndust innanum."93
Þrátt fyrir þessa erfiðleika var gerð önnur tilraun árið eftir. í
88 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 560. Bæjarfógetinn í Reykjavík til Stj. ísl. 31. mars
1905.
89 Um ferðir sænskra og finnskra farandverkamanna til Norður-Noregs, sjá
Hans Norman og Harald Runblom, Transatlantic Connections, bls. 20-23.
90 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 560. Bæjarfógetinn í Reykjavík til Stj. ísl. 16. desem-
ber 1905.
91 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 560. Jón Jónsson vice-konsúll til Bæjarfógetans í
Reykjavík 28. október 1905. - ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 560. Bæjarfógetinn í
Reykjavík til Stj. ísl. 28. október 1905.
92 Fjallkonan XXIII, 2. mars 1906, bls. 35.
93 Matthías Þórðarson, Litiö til baka, bls. 211.