Saga - 1999, Page 167
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI 1896-1906 165
þetta sinn sameinuðust félagar í Útgerðarmannafélaginu við
Faxaflóa og fleiri útgerðarmenn um framkvæmdina. Kolbeinn
Þorsteinsson skipstjóri var sendur utan á vegum Útgerðarmanna-
félagsins og var honum uppálagt að taka duglega menn jafnvel
þótt þeir væru kauphærri heldur en lítt vanir. „Drykkfelda menn
má ekki ráða til þessarar farar," segir í umboði stjórnarmanna fé-
lagsins til Kolbeins.94 Svo fór að hann réð 100 sjómenn til starfa.
Um fjórðungur þeirra strauk þó frá honum í Kristiansund eftir að
hafa fengið fyrirframgreiðslu á launum.95 í febrúar kom gufuskip-
ið „Riberhus" til Hafnarfjarðar með þá 72 sem eftir voru. Um
fimmtíu þeirra héldu áfram til Reykjavíkur en hinir gengu í þjón-
ustu útgerðarmanna í Hafnarfirði.96 Sjómennirnir fengu ferðina
frá Noregi greidda og auk þess laun í febrúarmánuði þótt ekki
kæmu þeir til landsins fyrr en þann 21. þess mánaðar. Á móti voru
laun þeirra lægri heldur en íslenskra sjómanna. Mánaðarlaun-
in virðast að jafnaði hafa verið 35 krónur og að auki átta krónu
premía fyrir hvert skippund af verkuðum fiski.97
Fram kemur í bréfi Tryggva Gunnarssonar til Kolbeins í Noregi
að Kolbeinn hafi kvartað yfir því að kaupið sem útgerðarmennirn-
ir hefðu tiltekið væri of lágt til að hann gæti ráðið duglega menn.
Eftir fund í Útgerðarmannafélaginu var honum gefið umboð til að
ráða fyrir nokkru hærra kaup, en óljóst er hvort það bréf barst
nógu snemma til að hafa áhrif.98 Þjóðólfi sýndist þó þessi hópur-
inn álitlegri en sá sem komið hafði árið áður.99 Niðurstaðan varð
þó hin sama og á undan.
Tryggyi Gunnarsson skrifaði til Noregs seinni hluta apríl og
sagði að sjómennirnir hefðu hagað sér „otroligt daarligt . Strax
eftir fyrstu veiðiferð, sem varð stutt vegna óveðurs, hafi margir
þeirra neitað að halda aftur út á sjó. Sumir hafi strokið til útlanda,
94 Ótitlaður samningur stjórnar Útgerðarmannafélagsins við Faxaflóa við
Kolbein Þorsteinsson. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1903-1915, bls.
305.
95 Kari Shetelig Hovland, Norske Islandsfiskere pii havet, bls. 18.
96 Fjallkonan XXIII, 2. mars 1906, bls. 35.
97 Þjóðólfur LVIII, 2. mars 1906, bls. 33. - Fjallkonan XXIII, 2. mars 1906, bls. 35.
98 Bókasafn Seðlabanka íslands. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1903-1915,
bls. 314. Tryggvi Gunnarsson til Kolbeins Þorsteinssonar 26. janúar 1906.
99 Þjóðólfur LVIII, 2. mars 1906, bls. 33.