Saga - 1999, Page 168
166
HELGI ÞORSTEINSSON
aðrir tekið að sér ýmis smáverk í landi til að hafa ofan af fyrir sér,
enn aðrir gangi um betlandi fyrir mat og brennivíni og vilji ekkert
vinna. Einn mannanna, smiður sem aldrei hafði komið á sjó, lá
uppi í koju alla fyrstu veiðiferðina, og neitaði svo að fara aftur út.
Hann bað um vinnu í smiðju í landi, sem honum og var veitt. Að
endingu launaði hann svo fyrir sig eftir að hann fékk lán hjá
vinnuveitanda sínum, að hann hvarf með það úr landi.1001 byrjun
apríl greindi Ingólfur frá miklum róstum, sem Norðmennirnir
voru sagðir standa fyrir. Var þar barist „með hnefum og fótum,
og því er hönd á festi." Svo fór að einn lögreglumaður lá óvígur
eftir, en sautján Norðmenn voru hnepptir í varðhald.101
Ráðningar norskra sjómanna til Suðvesturlands virðast hafa
haldið áfram í einhverjum mæli árið 1907. I bréfi bæjarfógeta
Reykjavíkur til Stjórnarráðsins sumarið 1907 er til dæmis getið um
tíu norska sjómenn sem stóðu uppi allslausir þegar fiskiskipið
„Nyanza", í eigu Th. Thorsteinssonar kaupmanns, brann.102Ljóst
er þó að útlendir sjómenn urðu aldrei veigamikill hluti þeirra sem
á þilskipum störfuðu, enda tók nú þilskipútvegurinn að dragast
saman.
Norðmannasumar á Austfjörðum
Þegar Matthías Þórðarson kom til Kaupmannahafnar úr Noregs-
för sinni í janúar 1905 voru þar auk útgerðarmanna af Suðvestur-
landi einnig staddir kaupmenn frá Austfjörðum sem lýstu áhuga
á ráðningu Norðmanna til „að fiska á bátum eða til vinnu í landi,
því það sem varnaði Austfjörðum allra þrifa væri hið tilfinnanlega
fólksleysi sem stöðugt færi vaxandi. Þorsteinn Jónsson, kaup-
maður úr Borgarfirði (eystra), fór því „að vörmu spori"til Bodo og
Lofoten til að ráða þar norska sjómenn til bátaútgerðar fyrir sjálf-
an sig og aðra kaupmenn, eftir „leiðbeiningu og upplýsingu"
Matthíasar.103
100 Bókasafn Seðlabanka íslands. Bréfabók Tryggva Gunnarssonar 1903-1915,
bls. 352. Tryggvi Gunnarsson til B. Echars 20. apríl 1906.
101 Ingólfur IV, 3. apríl 1905, bls. 58.
102 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db. 2. Nr. 560. Bæjarfógetinn í Reykjavík til Stj. ísl. 1. júlí 1907.
103 ÞÍ. Stj. ísl. II. Db 3. Nr. 533. Matthías Þórðarson til Stj. ísl.. „Ferð um norð-
anverðan Noreg. Skýrsla til Stjórnarráðsins fyrir íslandi."- Ægir júlí 1905.
1. árg. 1. tbl., bls. 8.