Saga - 1999, Síða 169
VINNUAFLSSKORTUR OG ERLENT VERKAFÓLK Á ÍSLANDI1896-1906 167
Um vorið leigði Þorsteinn gufuskip til að sækja mennina sem
ráðnir höfðu verið. Blaðið Austri hafði eftir honum að skipið
myndi flytja fleira fólk en það sem hann hefði ráðið til sín, „svo
hægt mundi vera fyrir bændur að fá fólk bæði til lands og sjávar-
vinnu, en bezt mundi fyrir þá, sem vildu fá sér vinnufólk, að gjöra
Þorsteini aðvart um það áður en hann fer út ...",m Ekki er þó í
heimildum getið um að neinir vinnumenn landbænda hafi fylgt
með þegar til kom, þó ekki sé það útilokað. Samkvæmt norskum
heimildum voru mennirnir sem Þorsteinn réð til bátaútgerðar
allir frá bænum Svolvær, þrjú hundruð talsins og á sextíu bátum,
og komust færri að en vildu.105 Samkvæmt íslenskum heimildum,
sem þó hljóta að teljast ótraustari, voru Norðmennirnir öllu
færri.106
Mennirnir og bátarnir voru fluttir með gufuskipinu „Rebekku"
yfir hafið og komu til landsins í byrjun júní.107 Samkvæmt frásögn
Matthíasar Þórðarsonar höfðu margir Norðmannanna í hyggju að
setjast að á Austfjörðum.108 Þeir gerðu víða út, „í flestum veiði-
stöðvum frá Langatá að Fáskrúðsfirði," segir í einni heimild.109
Sumarið 1905 var síðan þekkt sem „Norðmannasumarið" í Borg-
arfirði og Norðfirði og líklega víðar á þeim fjörðum þar sem Norð-
mennirnir komu.110 Guðjón Símonarson, sem var á þessum tíma
útgerðarmaður á Norðfirði, segir frá því að þrír yfirmenn hafi
stjórnað Norðmönnum sem þar gerðu út og haft undir sér þrjá
undirforingja. Æðstu foringjarnir voru vopnaðir byssum og sverð-
um og stilltu til friðar ef ilíindi voru milli manna. Eitthvert sinn
þegar þeir voru fjarverandi brutust út fjöldaslagsmál, þar sem þátt
tóku færeyskir, franskir og norskir sjómenn og Islendingar. Að
lokum skakkaði sýslumaður og aðstoðarmenn hans leikinn, með-
al annars með því að skjóta tvo ólátaseggi í fæturna. Margir lágu
104 Austri XV, 7. maí 1905, bls. 62.
105 Kari Shetelig Hovland, Norske Islandfiskere p& havet, bls. 18.
106 Guðjón Símonarson, Stormur strýkur vanga, bls. 157. - Magnús Helgason
og Armann Halldórsson, Saga Borgarfjarðar eystra, bls. 99.
107 Kari Shetelig Hovland, Norske lslandsfiskere pd havet, bls. 18.
108 Ægir júll 1905. 1. árg. l.tbl, bls. 8.
109 Ásmundur Helgason, Á sjó og landi, bls. 99.
110 Guðjón Símonarson, Stormur strýkur vanga, bls. 157. - Magnús Helgason
og Ármann Halldórsson, Saga Borgarfjarðar eystra, bls. 99.