Saga - 1999, Page 170
168
HELGI ÞORSTEINSSON
mikið slasaðir eftir.111 Ekki er fulljóst hversu mikla sök Norðmenn-
irnir áttu á þessum ólátum.
Af Norðmönnum á Borgarfirði segir að þeir hafi verið friðsemd-
armenn. Um sumarið bárust reyndar þær falsfregnir að stríð hefði
brotist út milli Norðmanna og Svía vegna aðskilnaðar landanna
og tóku þá mennirnir upp heræfingar, og þótti Borgfirðingum
„hin mesta tilbreytni og nýlunda að horfa á æfingar þeirra."1121
Litlu-Breiðuvík voru einnig Norðmenn, og segir Asmundur
Helgason, sem stundaði þar útgerð og búskap, að margir þeirra
hafi verið skráðir í herinn og kviðið því að vera kallaðir til her-
þjónustu vegna deilu Norðmanna og Svía.113
Ferðin varð sjómönnunum ekki til fjár, frekar en öðrum sjó-
mönnum á Austfjörðum það árið, vegna fiskitregðu, beituleysis
og ógæfta.114 Svo fór að Þorsteinn gat ekki staðið skil á sínu, þar
með talinni greiðslu á heimferð fyrir Norðmennina. Sagan segir
að þá hafi þeir hótað að taka hann með sér til Noregs og geyma
þar uns gert hefði verið upp, en með góðri aðstoð sýslumanns
slapp hann úr höndum þeirra.115
Nokkrir Norðmenn urðu eftir á Austfjörðum og réðu sig þar í
vistir yfir veturinn. Svo virðist sem sumir þeirra sem fóru hafi
einnig lýst vilja til að koma aftur næsta sumar, en hafa þá með sér
mótorbáta, enda töldu þeir að bátarnir sem þeir höfðu tekið með
að heiman hentuðu ekki á Austfjörðum. Matthías Þórðarson skrif-
aði um haustið að sumir mannanna hefðu lýst áhuga á að setjast
að á Austfjörðum „ef jarðnæði fengist með viðunanlegum kjör-
um."116
Þrátt fyrir slæman árangur virðist sem vorið eftir hafi verið gerð
önnur tilraun. Nú voru fengnar 40-50 norskar áhafnir með báta
sína, en aðrir stóðu fyrir ráðningunum heldur en 1905. í þetta sinn
111 Guðjón Símonarson, Stormur strýkur vanga, bls. 157-58.
112 Magnús Helgason og Armann Halldórsson, Saga Borgarfjarðar eystra, bls.
100.
113 Asmundur Helgason, Á sjó og landi, bls. 99-100.
114 Ægir 1. árg. 4. tbl. október 1905, bls. 38.
115 Magnús Helgason og Ármann Halldórsson, Saga Borgarfjarðar eystra, bls.
100.
116 Ægir 1. árg. 4. tbl. október 1905, bls. 39^0.