Saga - 1999, Síða 185
ÞJÓÐIR OG KVNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 183
Dæmi eru um hvorttveggja. Nokkrir Norðmenn fengu viðurnefn-
ið „svartr" vegna yfirbragðs síns án þess að útlendingar finnist í
settum þeirra. Konungurinn Hálfdan Guðröðarson ólst upp við
hirð móðurafa síns og varð „brátt mikill ok sterkr ok svartr á hár.
Var hann kallaðr Hálfdan svarti," segir Snorri.6 Gísli Súrsson er
einnig sagður „maðr svartr" á æskuárum sínum í Noregi í lengri
gerðinni af sögu hans (ÍF 6.4, bls. 15). Oftar voru þó jötnar eða
risar og tröll eða þursar tengd hinu dökka eða ábyrgir fyrir dökk-
leitum afkomendum. Þessar verur voru innlendar líkar mönnum
í vexti og útliti en vart mennskar. Hin norska Hildur var dóttir
Þráins svartaþurs (ÍF 1, bls. 252), í Grænlandi var Þórhallur „mik-
illmaðr oksterkur oksvartur okþursligr, hljóðlyndr okillorðr ..."
(Eiríks saga, ÍF 4.8, bls. 221-22). Ljótur (eða Ljótólfur), en nafnið
bendir síst til fegurðar, var af „risaætt" í móðurlegg (ÍF1, bls. 47).7
Þekktasta dæmið um norræna eða íslenska ætt þar sem ljóst út-
Et og dökkt ganga á víxl eru Mýramenn, ætt Egils Skallagrímsson-
ar- Fyrsti og seinasti kafli Egils sögu ramma af þessa frásögn með
greiningu á mennskri fegurð og andstæðum hennar. Bræður tveir
í Noregi, Þórólfur og Grímur, eru kynntir í fyrsta kafla. Sá eldri,
Þórólfur, var „manna vænstr ok gorviligastr" en Grímur var
„svartr maðr ok ljótr, líkr feðr sínum ..." (ÍF 2.1, bls. 5). Þórólfur
lést barnlaus en útlitseinkenni hans birtast í afkvæmum bróður
hans eftir að Grímur sest að á íslandi. Vegna hárloss er hann
nefndur Skalla-Grímur og verður forfaðir mikillar ættar sem köll-
uð er Mýramannakyn eftir Mýrum þar sem hann settist að. Ein-
kennum þessa hóps er lýst í lokakafla þar sem höfundur telur
nierkilegasta einkenni hans vera „at í þeiri ætt hafa fœzk þeir
menn, er fríðastir hafa verit á íslandi," enda þótt flestir hafi til-
heyrt þeim sem voru „ljótastir" (ÍF 2.87, bls. 299-300). Höfundur
nefnir og lýsir dæmum um fyrra einkennið en er fáorður um hið
® IF 26, bls. 84. Hér er hugsanlega sögulegt tilvik á ferð. Eflaust er dæmið um
Aðils svarta goðsagnakennt, fimm kynslóðum fyrir Rögnu, fyrstu eigin-
konu Haralds hárfagra, ÍF 29, bls. 366. Ef Aðils væri söguleg persóna þá
gæti viðurnefni hans útskýrt að Ragna og Haraldur áttu tvíbura, Hálfdan
svarta og Hálfdan hvíta, sem eflaust eru nefndir eftir dökku og Ijósu hári
hvors um sig, ÍF 26, bls. 114.
7 Þorkell í Bárðar sögu var „svartr á hár ok hörund" enda afi hans jötuninn
Svaði, ÍF 13.2, bls. 105-106.