Saga - 1999, Page 189
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR
187
Keltneskir landnámsmenn á íslandi
Keltnesk og tilbúin norsk nöfn
Þrátt fyrir þessa umræddu ljóshærðu landnámsmenn voru
Geirmundur og Hámundur heljarskinn ekki einu landnámsmenn-
irnir sem kynnu að hafa fengið viðurnefni með gagnstæðri
merkingu, svartur, vegna hörunds, hárs eða augna.19 Islendingar
eignuðu fólki af keltneskum uppruna dökkt yfirbragð, einnig inn-
flytjendum af blönduðu ætterni, keltnesku og norrænu. Um þessa
hópa verður nú fjallað en þó verður að geta þess að ekki er vanda-
laust að greina á milli þeirra. í einum hópi eru þeir sem héldu kelt-
neskum nöfnum, en í öðrum einkum þrælar sem fengu norræn en
tilbúin nöfn. Slík nöfn voru upphaflega einkum gefin fólki af kelt-
neskum uppruna en urðu síðar almenn. í þriðja hópnum eru þeir
sem tóku sér venjuleg, norræn nöfn, en þekkjast á því að föður-
nafns er ekki getið eða á viðurnefnum.
Keltar voru á íslandi frá upphafi. Þegar fyrstu víkingarnir komu
frá Noregi og Bretlandseyjum munu þeir hafa hitt fyrir írska
munka sem virðast hafa yfirgefið landið eftir að heiðingjarnir
höfðu rofið einangrun þeirra.20 Þegar Flóki Vilgerðarson lagði af
stað frá Ryvarden í Noregi og gerðist einn frumkönnuða Islands,
fylgdi honum Faxi, maður frá Suðureyjum og því líklega keltnesk-
ur að ætt.21
Erfitt er að meta fjölda keltneskra landnámsmanna miðað við þá
bls. 158. Helgi nokkur var auknefndur hvíti „því at hann var vænn maðr
og vel hærðr, hvítr á hárslit", Fóstbræðra saga, ÍF 6.12, bls. 181. Um viður-
nefnið hvíti sjá Björn M. Ólsen, „Om Gunnlaugs saga , einkum bls. 28-29.
19 Auk tvíburanna bar einn landnámsmaður í viðbót viðurnefnið heljar-
skinn, eins og segir í Vatnsdæla sögu. Hét hann Þórólfur og nam land í
Forsæludal (í Landnámu segir að Friðmundur nokkur hafi numið það héi-
að, ÍF 1, bls. 219. Ætla má að höfundur Vatnsdælu sé jafn andvígur dökku
yfirbragði og höfundur Geirmundar þáttar, þar sem hann segir að Þórólf-
ur hafi verið „ójafnaðarmaðr mikill ok óvinsæll", /F 8.16, bls. 46.
20 Um þetta er nú efast, sbr. Helgi Guðmundsson, Um huf innan, bls. 92—98.
21 Þar sem hann kom frá smáeyju er ekki ósennilegt að honum hafi fundist
ísland stórt, sbr. ÍF 1, bls. 37-38. Annar Suðureyingur fylgdi Herjólfi til
Grænlands, ÍF 1, bls. 132.