Saga - 1999, Síða 191
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 189
Þar sem yfirlýstur tilgangur Landnámabókar var að eyða hug-
myndum útlendinga um að „vér séim komnir af þrælum eða ill-
mennum" (ÍF 1, bls. 336, nmgr. 1), er ljóst að þeir sem söfnuðu og
rituðu Landnámu hlutu að líta fram hjá þrælum og leysingjum,
einkum þó ef þeir voru af keltneskum uppruna.26 Eigi að síður
má þekkja nokkra keltneska þræla af nöfnum þeirra: Ekki er
ástæða til að efast um uppruna Drafditts, Dufans, Dufþaks, Flóka,
Kjarans, Kóra og Vífils.27 Ef ætt þræls var nógu merkileg mátti
hann halda föðurnafninu, eins og þeir gerðu Steinröður Melpat-
reksson og Erpur Meldúnsson, sem var sonur skosks jarls og írskr-
ar kóngsdóttur (ÍF 1, bls. 388, 138).
Eflaust hefur norrænum mönnum þótt keltnesk nöfn erfið og
einfaldara að kalla Kelta undir sinni stjórn norrænum nöfnum.
Ketill gufa Örlygsson, landnámsmaður af norrænum uppruna,
kom til íslands með sex þræla frá írlandi. Af þeim báru fjórir kelt-
nesk nöfn, einn var kallaður Þormóðr og annar Svartur (IF 1, bls.
166).28 Þetta er í eina skiptið sem þetta nafn kemur fyrir í Land-
námabók, en í íslendingasögum var Svartur eingöngu notað yfir
þræla og leysingja, sem bendir til að þeir hafi verið keltneskir.
Þessir menn hafa að sjálfsögðu ekki heitið Svartur upphaflega en
nafnið er hluti af nýju hlutverki þeirra sem þrælar í ókunnu um-
hverfi og leggur út af dökku yfirbragði, hári, augum, brúnum og
hörundi. Því varð Svartur nafn keltneskra þræla sem norskir land-
námsmenn eignuðust þegar þeir höfðu viðdvöl á eyjum í Atlants-
hafi, hvort sem hún varði daga, áratugi eða kynslóðir, og færðu
með sér til íslands.29 Gagnstætt auknefninu hvíti, sem fylgdi
norskum innflytjendum af háum stigum, varð Svartur að eigin-
nafni þrælsins. Með því mátti, með tilvísun í ásýnd, auðkenna sér-
hvern keltneskan mann sem hafði verið rændur öllum eigum sín-
um og nafninu með og færður af herrum sínum til nýs lands.
26 Þessa athugasemd er einungis að finna í yngstu gerð Landnámu og hana
er erfitt að tímasetja, sbr. það sem segir á eftir.
27 Sjá nafnaskrá ÍF 1.
28 Ég á Örnólfi Thorssyni að þakka leit að orðunum írskur, ljótur, svartur og
þræll í tölvutækum Orðstöðulykli sem unninn er úr útgáfu Svarts á hvítu
á íslendingasögum, Sturlungu, Heimskringlu, Landnámabók og Grágás.
Hins vegar vitna ég í útgáfu ÍF þar sem hún er til.
29 Sem dæmi um norska menn á ferð má nefna Þorbjörn jarlakappa. Hann
var „maðr norræn at kyni'' og „fór or Orkneyum til íslands , /F1, bls. 382.