Saga - 1999, Page 192
190
JENNY JOCHENS
Meðal landnámsmanna á íslandi merktu orðin hvíti og Svartur
þannig ekki einungis ólíkt útlit heldur ólíka félagslega stöðu.
Vera má að Svartur hafi ekki verið jafn algengt nafn á þrælum á
landnámsöld og gefið er í skyn í Islendingasögunum. Tíð notkun
þess ber hins vegar vitni um að höfundar sagnanna hafi gert ráð
fyrir mörgum keltneskum þrælum í hópi forfeðranna og fundist
Svartur heppilegt nafn slíkra manna. Þræla sem heita Svartur má
finna í Egils sögu, Gísla sögu, Hávarðar sögu Isfirðings, Eyrbyggja
sögu og Gunnars sögu Keldugnúpsfífls. í Reykdæla sögu er gott
dæmi um notkun nafnsins yfir þræla. Svartur nokkur, sem ekki
hefur áður verið nefndur, er látinn standa vörð að nóttu til. Af
samhenginu getur lesandi sem þekkir hin dæmin skilið að hann er
húsþræll (IF 10.11, bls. 178). I öðrum sögum sér Svartur um gæslu
sauða eða önnur lítt metin störf.301 Vatnsdæla sögu og Vápnfirð-
inga sögu má finna tvo landnámsmenn sem hétu Svartur en eru
ekki nefndir í Landnámabók. Ekki þarf að koma á óvart að báðir
eru óvinsælir ofbeldismenn.31
Nafnið Kolur hefur líklega sama tákngildi. Ari fróði segir að
þræll eða leysingi með þessu nafni hafi verið drepinn í Þingvalla-
landi og þaðan sé komið nafn Kolsgjár á þeim slóðum. I einni
sögu er Kolur nokkur verkstjóri yfir tíu þrælum.32 í Njáls sögu eru
Svartur, húskarl að Bergþórshváli, og Kolur, verkstjóri Hallgerðar,
gerðir að hliðstæðum verkfærum Bergþóru og Hallgerðar. Sú frá-
sögn er kannski dæmi um snilld höfundar frekar en staðreyndir,
en höfnin benda þó til þess að íslendingar hafi tengt dökkt yfir-
bragð við lágstéttir og ofbeldisverk. Auk þessara nafna, sem
benda til dökks yfirbragðs í heild, eru nöfnin Svarthöfði og
Kolskeggur dæmi um sérstaka útlitsþætti sem á mátti þekkja kelt-
neska innflytjendur.33 Þrælar voru vissulega mun fleiri en þeir fáu
30 Sjá Harðar sögu, Finnboga sögu og Flóamanna sögu.
31 Sbr. ÍF 8.39, bls. 103-104 og 11.2, bls. 24.
32 Gunnars saga Keldugnúpsfífls, ÍF 14.1, bls. 344. Gísla saga nefnir þræl el
nefndur var Kolur í Noregi. Sagt er að hann sé af góðri fjölskyldu en hafi
verið „hertekinn" (ÍF 6.1, bls. 4,2, bls. 5) og er það vísbending um keltnesk-
an uppruna.
33 Þægilegan lista yfir landnámsmenn eftir fjórðungum má finna í Sveinbjörn
Rafnsson, Studier i Landnámabók, en réttari og nákvæmari lista gefur Har-
aldur Matthíasson, Landið og landnám.