Saga - 1999, Page 193
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR
191
sem nefndir eru í Landnámabók, en hér á eftir verður sjónum
einkum beint að frjálsum landnámsmönnum með þessi nöfn sem
námu eða keyptu land, og urðu sjálfstæðir íslenskir bændur.34
íslendingasögur lýsa á skýrari hátt en hin gagnorða Landnáma-
bók hvernig menn álitu dökka ásýnd tengjast keltneskum upp-
runa og andúðina á slíku útliti. Nóg er um dæmi, en hér verður
bent á nokkur. Landfræðilegur uppruni hins svarta kemur fram í
Njáls sögu þar sem Kolbeinn svarti er sagður „orkneyskr maðr
(ÍF 12.152, bls. 437). í Vatnsdæla sögu segir frá manni sem hét
//Svartr, ... hann var suðreyskr at ætterni, maðr mikill og sterkr,
óvinsæll ok lítt við alþýðuskap" (ÍF 8.40, bls. 103). í Vápnfirðinga
sögu segir: „[mjaðr hét Svartr, er kom út hingað" og lýsir svo
manni þessum sem afar óviðfelldnum og sýnir það að höfundur-
inn telur að hann hafi komið frá löndum Kelta (ÍF 11.2, bls. 24).
Alls staðar í Evrópu á miðöldum var litið á þræla sem ljóta.
Norrænt dæmi um slíkt er lýsingin á þrælnum Freysteini. Sagan
segir hann „útlendan at öllu kyni", en samt var hann „hvárki ljótr
né illr viðreignar sem aðrir þrælar, heldr var hann gæfr ok góðr
viðrskiptis ok náliga hverjum manni vænni; því var hann kallaðr
Freysteinn inn fagri" (Þorsteins þáttr uxafóts; ÍF 13.2, bls. 344).35
Ekki er minnst á hörundslit Freysteins, en þar sem hann er út-
lendur er hann líklega keltneskur. Flann er því undantekningin
sem sannar þá almennu skoðun norrænna manna að Keltar
vaeru ljótir þar sem þeir væru dökkir.
Þetta viðhorf kemur fram hjá vinnukonu í Kormáks sögu
sem segir að titilpersónan sé „svartr ok ljótr" (ÍF 8.3, bls. 210).36
Kormákur er sagður líkjast Döllu móður sinni. Hún var sonardótt-
ir keltneska landnámsmannsins Ána (eða Áns) sem þegar hefur
verið nefndur (ÍF 1, bls. 90). Útliti Döllu er ekki lýst, en svipaðar
kugmyndir um yfirbragð fjölskyldunnar koma fram í Egils sögu
þar sem bróðir Döllu, Steinar, er sagður „ljótr maðr" (ÍF 2.80, bls.
34 Sbr. Jón Steffensen, „Tölfræðilegt mat á líffræðilegu gildi frásagna Land-
námu".
33 Sjá einnig lýsingu Skíða í Svarfdæla sögu, ÍF 9.15, bls. 163.
36 í vísu (nr. 73) segist Kormákur vera „sveinn enn svarti". Enginn vafi er
á því að hár hans og augu voru dökk en hann var líklega „hprundljóss . I
vísu nr. 6 kemur fram að Steingerði finnst hann „allfcjlr" og að hann hafi
z/1q sglva", ÍF 8.3, bls. 211.