Saga - 1999, Page 194
192
JENNY JOCHENS
277). En þó að rekja megi hið dökka og ljóta yfirbragð fjölskyldu
Kormáks til keltnesks uppruna þá hefur andúð á slíku útliti
einnig áhrif á þá sem erfðu það frá norskum risum og tröllum,
verum sem höfðu heldur neikvæða ímynd. Egill og Grímur faðir
hans voru báðir sagðir „svartr ok ljótr" (ÍF 2.1, bls. 5, 31, bls. 80),
útlit sem stafaði af tröllakyni þeirra.37
Lýsingarorðin svartur og ljótur voru svo oft höfð um fólk af
keltneskum uppruna að þau urðu að viðurnefnum eða nöfnum.
Utan þrælastéttarinnar var viðurnefnið svarti tíðara en Svartur.
Lengi vel var hvorttveggja notað um Kelta og afkomendur þeirra
sem höfðu ásýnd sem gaf tilefni til þess konar nafngifta. Svartur
eða svarti voru orð búin til af norrænum mönnum yfir „hina"
sem þeir deildu hinu nýfundna landi með. Ein um sig merktu
þau að því er virtist á hlutlausan hátt dökkt yfirbragð þeirra sem
tilheyrðu þessum hópi, en Ljótur er til vitnis um andúðina sem bjó
undir, sem stafaði af því hversu „hinir" voru sýnilegir. Þannig
hlutgera þessi tvö eiginnöfn hvorttveggja, viðurnefnið heljarskinn
og tilfinningarnar sem ollu því að það var notað um tvö börn
Hjörrs konungs.
Hvorki í Landnámabók né í íslendingasögum voru konum gef-
in nöfn sem tengjast orðinu svartur. Eigi að síður hétu sex konur
komnar af landnámsmönnum Kolfinna, þar með talin dóttir
Illuga svarta, en keltneskan uppruna hans má lesa úr viðurnefn-
inu og ættartölum.38 Hins vegar eru landnámsmenn, bæði karlar
og konur, nefnd Ljótur eða Ljót í Landnámabók. Þau komu und-
antekningarlaust frá löndum Kelta. Merking lýsingarorðsins
ljótur gat færst yfir á nafnið, líkt og með nafnið Svartur, sam-
hengi sem sjá má af dæmunum sem hér verða rakin. Tröllkonan
Ljóta í Snorra-Eddu staðfestir það einnig.39 Þó er mögulegt að
tengja nafnið Ljótur við „ljós" eða „bjartur" og má vera að su
merking skýri þær breytingar sem síðar urðu á nafninu.40
37 í Gunnars sögu Keldugnúpsfífls heita víkingamir Svartur og Jökull, en síð-
ara nafnið er tengt fjöllum og risum, 1F 14.14, bls. 369.
38 Sbr. ÍF 1, bls. 94, 95, 54, 55. Önnur Kolfinna átti bróður sem hét Kolbeinn,
ÍF 1, bls. 230, 325. Bróðursonardóttir hennar hét einnig Kolfinna, IF L
bls. 230, nmgr. 2.
39 Edda Snorra Sturlusonar, bls. 196.
40 Sbr. Ásgeir Blöndal Magnússon, íslensk orðsifjabók, bls. 570. Vigdís Finn
bogadóttir benti mér á þetta.