Saga - 1999, Qupperneq 196
194
JENNY JOCHENS
einstaklingar með þessu nöfn komu verður að leita vísbendinga
annars staðar en í keltneskum eða tilbúnum norrænum nöfnum
keltneskra landnema. Fyrr verður leitinni að nöfnum sem upplýsa
margt meðal afkomenda þeirra ekki lokið.
Landfræðilegur uppruni og skortur á föðurnöfnum
Enda þótt norskir eigendur hafi búið til norræn nöfn á þræla sína
höfðu þeir lítið að segja um frjálsa Kelta.45 Flestir keltneskir land-
námsmenn tóku sér norræn nöfn, en ræturnar má sjá þegar land-
fræðilegur uppruni er gefinn í skyn eða tekinn fram fullum fetum,
t.d. í nöfnunum Vestmaður (tveir einstaklingar) eða Vestmar.46
Aðrir tóku sér norræn nöfn en auðkenndu uppruna sinn í við-
urnefninu, t.d. Sæmundur enn suðreyski og Bárður suðurey-
ingur.47 Eyvindur hinn eyverski auðkenndi sig einnig þannig, en
um hann er ekkert vitað nema um dæturnar sem komu frá Orkn-
eyjum (ÍF 1, bls. 334, 335).48 Þrjú systkin, Hildir, Hallgeir og Ljót
sem, eins og áður hefur verið nefnt, „váru kynjuð af VestrlQndum'
(JF 1, bls. 354-55) og bræðurnir Ráðormur og Jólgeir komu „vest-
an um haf til íslands". Fósturbróðir Ráðorms, Þorkell bjálfi, var
45 Landnámabók varðveitir minningu um mann, Þorstein legg, sem kom
til íslands frá Suðureyjum, dvaldi þar í þrjú ár en sneri svo heim, 1F L
bls. 314.
46 Sbr. ÍF 1, bls. 276, 285, 319. Vestmenn er notað sem þjóðarheiti yfir íra, sbr.
ÍF 1, bls. 32, 45. Um merkingu nafna, sjá Hermann Pálsson, íslenzk manna-
nöfn
47 f Vatnsdæla sögu segist Sæmundur vera „sygnskr maður" (þ.e. úr Noregi)/
ÍF 8.7, bls. 21 og nmgr. 1. Hann gæti hafa sagt þetta til að koma sér vel við
Ingimund og Grím, Norðmennina sem hann barðist við. Sjá einnig IF L
bls. 217.
48 Orðið Suðureyjar gæti hafa haft víðari merkingu þá en nú (yfir Hebrides-
eyjar við vesturströnd Skotlands), sjá ÍF 1, bls. 314, nmgr. 2. í Hauksbók
Landnámu er Svartkell sagður koma frá Englandi, ÍF 1, bls. 57. Stundum
er upprunalandið tekið fram án þess að það verði að viðurnefni, t.d. þar
sem segir: „Maðr hét Kalman, suðreyskr at ætt", ÍF 1, bls. 81, eða: „Svart-
kell [greinileg vísun í svart) hét maðr katneskr", ÍF 1, bls. 56. Síðan segir
frá komu og landtöku mannanna. Ætla má að Amleif, systir Svartkels, hafi
einnig komið frá Orkneyjum. Hún giftist Þórólfi viligísl, en viðumefnið,
með tilvísun í gíslingu, bendir til þess að hann gæti hafa verið keltneskur.