Saga - 1999, Side 197
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 195
eflaust Kelti og styrkist sá grunur við að hann gekk að eiga Þór-
unni eyversku, en viðurnefnið sýnir keltneskan uppruna hennar
(ÍF 1, bls. 366-68). Þetta dæmi bendir til að fyrstu kynslóðir kelt-
neskra landnema hafi sem minnihlutahópur tengst með mág-
semdum og öðrum böndum. Þormóður gamli og Ketill Bresasyn-
ir komu af írlandi til íslands. Svo að lesendur ruglist ekki vegna
norrænna nafna þeirra annars vegar og föðurnafns hins vegar,
bætir sagnaritarinn við: „Þeir váru írskr" (ÍF 1, bls. 59, 61).
Flestir norskir landnámsmenn mundu forfeður sína marga ætt-
liði aftur í tímann. Því er skortur á föðurnöfnum eða vísunum í
framættir til vitnis um keltneska forfeður. Meðal rúmlega 400
landnámsmanna er um fjórðungur nefndur án föðurnafns. Það
væri þó fljótræði að gera ráð fyrir að þeir hafi allir verið Keltar.
Faðir Hafnar-Orms er ekki nefndur, né faðir Hallsteins, en samt
komu báðir frá Noregi (frá Stafangri og Sogni; ÍF 1, bls. 69, 372).49
Samt er þó líklegt að landnámsmenn og afkomendur þeirra hafi
gert mikið úr norrænum uppruna en sleppt því að geta keltneskra
forfeðra. Því má líklegt telja að stórt hlutfall landnámsmanna þar
sem forfeður eru ekki nefndir hafi komið úr löndum Kelta, t.d.
bræðurnir ísleifur og ísröður og hinn óskyldi ísólfur (nefna má
að sonarsonur ísröðs hét Ljótur; ÍF 1, bls. 85, 328). Þess konar nöfn
voru sjaldgæf í Noregi á ármiðöldum og vera má að þeir sem báru
þau hafi viljað skapa sér nýja sjálfsmynd með forliðnum Is- til að
sýna tengslin við hið nýja land, ísland, þar sem þeir hugðust
skapa sér nýtt líf.50
Álíka stór og þessi er annar hópur einstaklinga sem bar ekki
föðurnöfn heldur viðurnefni. Sum eru greinilega keltnesk, t.d. eru
viðurnefni Helga og Hróalds bjólu, og Þorgeirs meldúns keltnesk
tökuorð (ÍF 1, bls. 50, 290, 72).51 Sérstakan hóp mynda þeir sem
49 Önnur dæmi eru Þorbergur (129), Dýri (180), Auðólfur (259), Máni (282)
°g Geiri (284). í þessum tilvikum er erfitt að ráða fram úr hvemig tengsl-
um nafnanna við örnefni er háttað, sbr. Þórhallur Vilmundarson, ,,-stad
þg ýmis nýrri verk.
50 ísleifur varð vinsælt nafn eftir að fyrsti Skálholtsbiskupinn hafði borið
það. Amma Gísla Súrssonar í Noregi hét ísgerður, /F 6.1, bls. 3.
51 Þorsteinn lunan hét norskur maður sem hefur e.t.v. fengið írskt viðurnefni
vegna þess að hann var „farmaðr mikill", ÍF 1, bls. 366. Af því sem komið
hefur fram áður er næsta víst að Þorbjörn svarti, maður án föðurnafns,