Saga - 1999, Page 198
196
JENNY JOCHENS
voru kallaðir hinn hamrammi eða sagðir „hamrammr mjqk". Við-
urnefnið bar Vékell en Dufþaki og Þorkeli bundinfóta er svo lýst
(ÍF 1, bls. 231, 347, 350). Norðmenn og Keltar höfðu hvorirtveggju
galdramátt, en þó er sá munur á að meðal norrænna manna eru
það oftast konur, en karlar virðast oftar hafa fengið slíkt orð á sig
meðal Kelta. Dufþakur hefur hvorttveggja, keltneskt nafn og galdra-
orð á sér. En ekki eru öll viðurnefni til vitnis um Kelta, ekki frek-
ar en öll stök nöfn.52 Tveir norskir landnámsmenn, Loðmundur
gamli og Þrasi Þórólfsson, voru álitnir kunnáttumenn um galdra
(IF 1, bls. 303, 304). „Rammr" er notað um landnámsmennina
Kolsvein og Þormóð. Annar gæti hafa verið keltneskur en hinn
var sænskur (ÍF 1, bls. 236, 245). Meðal Norðmanna með viður-
nefni eru Óláfur tvennumbrúni sem kom til Islands frá Lófót
í Noregi og Þorsteinn þjokkubeinn, norskur faðir tveggja land-
námsmanna (ÍF 1, bls. 376, 289). Þessi nöfn draga athygli að
sérstæðu yfirbragði, ekki endilega ljótu. En ýmis viðurnefni
draga fram bæði líkamleg og andleg einkenni sem eru lítt þekk,
eins og Óláfur belgur, Gils skeiðarnef, Þorbjörn bitra, Eyvindur
auðkúla og Ketill þistill eru til vitnis um, sá síðasttaldi er sagður
„illr ok ódæll" (IF 1, bls. 112, 160, 200, 223, 287). í mörgum
tilvikum munu þessi viðurnefni og önnur þeim lík eflaust hafa
verið notuð yfir Kelta.
Konur og afkvæmi peirra
Landnámabók nefnir um 90 konur sem fylgdu eiginmönnum, bræðr-
um eða feðrum. Þrettán voru sjálfstæðar landnámskonur. Flestar
sem keypti land af Hafnar-Ormi, hafi verið Kelti, einnig Kolur sem „nam
land", /F 1, bls. 118. Dökkt útlit og þ. a. 1. keltneskur uppruni koma ef til
vill einnig fram í viðurnefninu blaka eða klaka, sbr. Þorkell klaka/blaka
(306). Öðrum Kelta, Þóri svarta, farnaðist verr í nýju landi. Hann var drep-
inn af norskum landnema, IF 1, bls. 71,118, 244.
52 Viðurnefnið rammur hefur kannski svipað táknmið og hamrammur, en
getur einnig merkt „sterkur". Það er öruggt að Atli hinn rammi var af kelt-
neskum ættum þar sem Sæmundur hinn suðureyski var afi hans. Viður-
nefnið gæti því gefið í skyn galdrakunnáttu, ÍF 1, bls. 228. Hinn norski
Steinröður hinn rammi hlýtur hins vegar að hafa fengið viðurnefnið vegna
krafta þar sem hann var sonur Þóris þursasprengis. Það viðumefni merk-
ir örugglega ofurkrafta, IF 1, bls. 257.