Saga - 1999, Síða 200
198
JENNY JOCHENS
félagsleg staða og útlit minna máli og því var litið fram hjá slíkum
þáttum. Einnig er mögulegt að norrænum karlmönnum hafi þótt
dökkt, keltneskt yfirbragð framandlegt og aðlaðandi. Höfundur
Njáls sögu segir, án þess að fara út í smáatriði, að Kormlöð, móð-
ir Sigtryggs konungs á írlandi, hafi verið „allra kvenna fegrst"
(ÍF 12.154, bls. 440). Jafnvel þótt lýsingu á þessari keltnesku
fegurðardís vanti, þá er ljóst að norrænir menn settu ekki fyrir
sig að fjölga sér með kynsystrum hennar.55 Islensk miðaldaþjóð
var afsprengi samlífis Ijósra norrænna og dökkra keltneskra land-
nema á 9. og 10. öld.
Þetta ástand endurspeglast í eftirmála einnar Landnámugerðar,
þar sem segir (IF 1, bls. 336 nmgr.):
Þat er margra manna mál, at þat sé óskyldr fróðleikr at ríta
landnám. En vér þykjumsk heldr svara kunna útlendum
mgnnum, þá er þeir bregða oss því, at vér séim komnir af
þrælum eða illmennum, ef vér vitum víst várar kynferðir
sannar, svá ok þeim mgnnum, er vita vilja fom fræði eða rekja
ættartglur, at taka heldr at upphafi til en hgggvask í mitt mál,
enda eru svá allar vitrar þjóðir, at vita vilja upphaf sinna
landsbyggða eða hvers(u) hvergi til hefjask eða kynslóðir.56
Enda þótt þessa klausu sé aðeins að finna í Þórðarbók, afriti frá
17. öld, er talið að hún sé hluti af Melabók og þ.a.l. komin úr hinni
týndu Styrmisbók, sem rituð var á fyrri helmingi 13. aldar og
byggði á 12. aldar gerðum af Landnámabók.57 í ljósi þess sem hér
er kannað er orðið kynslóðir athyglisvert. Myndin sem það kallar
fram er af ættliðum sem fylgja í kjölfarið og gefur til kynna að
Islendingar miðalda hafi séð sjálfa sig á enda breikkandi hóps for-
55 Norrænar konur voru ekki spurðar álits á útliti biðla sinna, en þó segir
Steingerður í Kormáks sögu, að hann sé friður, enda þótt vinnukona henn-
ar, eins og áður sagði, hafi skömmu áður sagt að hann væri bæði „svartur
ok ljótur", ÍF 8.3, bls. 210.
56 Um þessa klausu, sjá Jón Jóhannesson, Gerðir Landnámabókar, bls. 203-205,
Jakob Benediktsson, „Inngangur", bls. cii-cvi.
57 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Fornar menntir í Hítardal", telur að þessi
klausa gæti hafa orðið til á 17. öld. Gunnar Karlsson, „Viðhorf íslendinga
til landnámsins", varpar því fram hvort yfirlýsingin gæti verið viðbrögð
við erlendum athugasemdum um ræfilslegt útlit biskupanna Þorláks og
Ketils.