Saga - 1999, Síða 201
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 199
feðra, afkomendur fyrstu landnámsmanna, óháð uppruna, útliti
eða félagslegri stöðu. í fyrstu kepptu norrænir og keltneskir karl-
menn um þær fáu konar sem voru á lausu. Ymislegt bendir til
þess að keltneskir karlmenn hafi helst viljað konur úr sínum hópi,
eins og algengt er meðal minnihlutahópa, en eftir nokkrar kyn-
slóðir var hjúskapur milli hópa tíður. Frá upphafi höfðu norrænir
karlmenn ekki verið frábitnir því að færa stórættaðar keltneskar
konur með sér til íslands og hlutu afkomendurnir virðingu af
slíkum uppruna. Fjölmennari var þó hópur óþekktra keltneskra
kvenna sem ólu börn á íslandi. Gera má ráð fyrir því að meðal
elsta hóps innfæddra barna hafi fleiri átt keltneskar mæður en
norskar.
Lítum nú á einstök dæmi úr Landnámabók. Aftur verður kelt-
neska landnámskonan Ljót, sem kom ásamt tveimur bræðrum, á
yegi okkar. Hún nam land og bjó að Ljótarstöðum (ÍF 1, bls. 355).
í hópi giftra kvenna var Hjálp, kona Örlygs Hrappssonar, manns
sem átti norræna foreldra en ólst upp á Suðureyjum og kvænt-
ist þar Hjálp.58 Hið einfalda norræna nafn gefur til kynna að hún
hafi verið af lágum stigum. Þau áttu soninn Valþjóf sem fylgdi
Örlygi föður sínum til íslands þegar hann var roskinn. Eftirtektar-
vert er viðurnefnið kollur sem Þorbjörn sonur Valþjófs fékk og
dregur athygli að höfði hans (Kollur er óskylt kol enda þótt orð-
unum hafi oft verið ruglað saman). Hjálp kann að hafa fylgt
manni sínum til íslands og dáið þar, eða orðið eftir á Suðureyjum.
Hvað sem því líður kvæntist Örlygur á íslandi, gekk að eiga ís-
gerði, dóttur Þormóðs Bresasonar, sem var írskur landnámsmaðr,
eins og áður segir. Dótturdóttursonur ísgerðar var Illugi svarti,
sem þegar hefur verið nefndur og kemur meira við sögu síðar, en
hann eignaðist að lokum dótturina Kolfinnu (ÍF 1, bls. 55, 94).
Letta nafn gefur til kynna dökka ásýnd. Það var algengt á ís-
landi á miðöldum en þekktist ekki í Noregi (ÍF 1, bls. 53-57, 94).
Ef Hjálp varð eftir voru örlög hennar svipuð Hlífar, sem kölluð
var hestageldir, frillu Norðmannsins Vála hins sterka og móður
Þriggja sona hans. Váli varð útlægur úr Noregi og hafði sest að á
Suðureyjum, en synirnir fóru til íslands (ÍF 1, bls. 102).
Sérstakur hópur keltneskra landnámskvenna voru háttsettar
58 í Kjalnesinga sögu er Örlygur sagður af írskum ættum, ÍF 14.1, bls. 3.