Saga - 1999, Qupperneq 202
200
JENNY JOCHENS
konur sem hafði verið beðið eða rænt af víkingum. í sumum til-
vikum giftust mennirnir þeim og settust að á íslandi þar sem þess-
ar keltnesku konur fæddu af sér fyrstu kynslóð innfæddra íslend-
inga. I öðrum tilvikum, t.d. Hlífar sem áður er getið, urðu konurn-
ar eftir heima en börnin settust að lokum að á Islandi. I fyrra
hópnum er Mýrún dóttir Bjaðmaks Irakonungs, en einn þriggja
sona Vála hins sterka og Hlífar, Auðun stoti, fékk hennar. Þau
hjón eignuðust þrjá syni, og er vert að athuga að sá yngsti hét
Svarthöfði, kannski vegna þess að faðirinn var keltneskur að
hálfu en móðirin að öllu leyti (ÍF 1, bls. 120-21). Ánn rauðfeldur,
einn margra Norðmanna sem voru óánægðir með stjórn Haralds
konungs hárfagra, fór í víking til Irlands þar sem hann „fekk"
Grélaðar, dóttur Bjartmars jarls. Þau hjón fóru til Islands, settust
þar að og áttu börn og var sonurinn, eins og áður er getið, nefnd-
ur eftir föður Grélaðar (ÍF 1, bls. 176-78). Vilborg, dóttir Ósvalds
konungs, giftist Þórði skeggja, bróður Örlygs Hrappssonar. Bætir
höfundur Landnámabókar því við að ,,[f]rá Þórði [og væntanlega
Vilborgu] er mart stórmenni komit á íslandi" (ÍF 1, bls. 49).59
Stundum voru konurnar sem báru keltnesk gen sjálfar af blönd-
uðu ætterni. Þannig var um Álfdísi hina barreysku. Tengsl henn-
ar við smáeyna Barrey gætu hafa verið lítil en langafi hennar,
Norðmaðurinn Ölvir barnakarl Einarsson, „víkingr mikill" (1F 1,
bls. 37) hafði ferðast víða. Hvert sem hann kom skildi hann eitt-
hvað eftir sig og eru fjögur barna hans nefnd. Tvö þeirra náðu að
fjölga sér með þeim hætti er okkur varðar hér. Steinmóður átti
son með keltnesku nafni, Konál, en áðurnefnd Álfdís, dóttir hans,
gæti hafa viðurnefnið vegna þess að hún fæddist á Barrey.
Hún var þó komin til íslands þegar Unnur/Auður djúpúðga valdi
hana sem konu fyrir Óláf feilan Þorsteinsson sonarson sinn og
þar fluttust hin keltnesk-norsku gen hennar áfram til næstu kyn-
slóða (ÍF 1, bls. 145).60 Dóttir Ölvis var Jórunn en móðir hennar
59 Sjá ÍF 1, bls. 49, nmgr. 4 um ætt Vilborgar.
60 Frá þessu er nánar sagt í Laxdæla sögu, ÍF 5.7, bls. 11. Uggvænlega byrjun
á lífi meðal norrænna manna, sem að lokum leiddi til íslands, fengu
mæðgurnar Álöf og Arneiður, kona og dóttir Ásbjarnar Suðureyjajarls
(nöfnin benda til norræns ætternis). Norskir víkingar drápu Ásbjörn,
rændu konunum og færðu þær til Noregs. Þar var önnur keypt af íslend-
ingi en hin af Norðmanni, sem raunar fluttist síðar til íslands. Því urðu