Saga - 1999, Blaðsíða 203
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 201
virðist hafa búið í Færeyjum þar sem Jórunn eignaðist tvo syni
nreð Norðmanninum Naddoddi, einum þeirra sem fyrstir upp-
götvuðu ísland, en sagan segir að hann hafi ákveðið að búa í
Færeyjum. Synir þeirra, Bröndólfur og Már, fluttu hins vegar til
íslands (JF 1, bls. 34, 382).61
Þorri þeirra keltnesku kvenna sem hingað til hafa verið nefnd-
ar, en einnig ótalinn fjöldi ambátta, jók á fjölda keltneskra land-
nema. Jórunn og Hlíf eru þó e.t.v. hluti af stærra hópi, konum
sem komu aldrei til íslands en urðu til þess að efla hinn keltneska
kynstofn á íslandi með því að búa með víkingum og eignast syni,
sem margir settust að á íslandi. Landnámsmenn af norsk-kelt-
nesku kyni voru færri en þeir sem voru eingöngu af norrænu
bergi brotnir, en hins vegar eflaust fleiri en hinir, sem voru
einvörðungu Keltar. Nöfn kvenna af betri stigum voru skráð en
hinar gleymdust, sem voru af lægri stigum og urðu kynlífsþrælar
víkinga sem áttu leið hjá. Börn og barnabörn þeirra nýttust vel í
nýju landi.
í hópi þeirra kvenna sem eru nefndar eru þrjár dætur Kjarvals
konungs sem norrænar heimildir herma að hafi ríkt á írlandi síðla
á 9. öld. Friðgerður giftist Þóri hímu og átti Þorgerður dóttir
þeirra Höfða-Þórð Bjarnarson, eðalborinn Norðmann sem sett-
ist að á ísland. Áttu þau 19 börn. Af þeim sjö sem vitað er að hafi
gifst áttu fjögur maka sem að einhverju leyti hafði keltneskt blóð í
sér (ÍF 1, bls. 239-41). Systir Friðgerðar Rafarta giftist Eyvindi
Þjarnarsyni. Hann varð eftir á írlandi en Helgi sonur þeirra varð
einn af merkustu landnámsmönnum íslands (JF 1, bls. 248-51).
Þriðja dóttirin var Kormlöð sem átti soninn Þorgrím með Grímólfi
nokkrum. Þorgrímur fór til íslands, erfði eignir barnlauss frænda
°g átti tvo sonu (JF 1, bls. 392-93). Annar írakóngur var Mýrkjart-
an en Melkorka dóttir hans, sem fræg er úr Laxdæla sögu, var
keýpt sem ambátt af goðanum Höskuldi á Norðurlöndum og færð
fil íslands þar sem þau Höskuldur áttu tvo syni (JF 1, bls. 143).62
báðar konurnar til þess að bera keltnesk gen til nýrrar kynslóðar íslend-
inga, ÍF 1, bls. 297, 387.
N Frá þessu er nánar sagt í Droplaugarsona sögu, ÍF 11.1-2, bls. 137-40.
62 Aðeins einn sonur er nefndur í Laxdæla sögu, enda leggur höfundur
áherslu á einkvæni Höskuldar, sbr. Jochens, Women in Old Norse Society,
bls. 35, 38-42. Örlög skosku konungsdótturinnar Niðbjargar, dóttur Bjól-