Saga - 1999, Page 204
202
JENNY JOCHENS
Víkingar tóku fáar konur með sér frá Noregi og sóttu því óhjá-
kvæmlega kynferðislega huggun í faðm Keltastúlkna. Enda þótt
það sé sjaldan nefnt, þá má lesa ýmislegt um áhrifin sem þessar
konur höfðu með barneignum úr áframhaldandi sögu íslenska
landnámsins; einkennileg gen þeirra sem ollu dökku útliti sáust
áfram í næstu kynslóðum og koma fram í viðurnefnum.63 Einnig
er rétt að endurtaka að Keltar virðast hafa sóst eftir hjúskap og
öðru samræði við aðra Kelta og þar með búið til heildstæðan kelt-
neskan undirhóp. Nægir þar að nefna nokkur dæmi til viðbótar.
Ketill gufa Örlygsson, sem þegar hefur verið nefndur, hafði eytt
umtalsverðum tíma í vesturvíking. Að lokum kom hann til Is-
lands og hafði sex þræla með sér. Gekk hann þar að eiga Yr, sem
raunar var dóttir hins dökka Geirmundar heljarskinns, og áttu
þau tvo syni sem eru nefndir. Hann átti og ónefnda dóttur sem
hann gifti Oddgeiri. Erfitt er að verjast grun um að dóttirin hafi
verið hálfkeltnesk, einkum þar sem eiginmaður hennar er sagður
„vestmaðr" í einni gerð Landnámu (ÍF 1, bls. 166-69, 372-74).
í Noregi eignaðist Ketill flatnefur Bjarnarson fjögur skilgetin
börn með Yngvildi konu sinni. Haraldur hárfagri sendi hann til að
endurheimta Suðureyjar. Það tókst en Ketill varð eftir og hélt
eyjunum fyrir sig sjálfan. Ekki er vitað hvort Yngvildur fylgdi
honum til útlanda en Ketill virðist hafa átt í sambandi við kelt-
neska konu og eignuðust þau dóttur sem hét Jórunn, með hið
sjaldgæfa viðurnefni mannvitsbrekka.64 Síðar nefndi Jórunn son
sinn eftir afa hans, en ungi maðurinn fékk viðurnefnið hinn
fíflski, e. t. v. vegna þess að hann aðhylltist hinn kristna sið. En
Ketill „fór af Suðreyjum til íslands" og bar keltnesk gen móður
sinnar áfram til innfæddra íslendinga (ff 1, bls. 322-25). Meðal
skilgetinna barna Ketils hefur elsti sonur hans, Björn, þegar verið
nefndur. Hann átti írska tignarkonu og flutti hana með sér til
Islands. Annar sonur Ketils var Helgi bjóla. Hið keltneska viður-
ans konungs, voru ekki eins niðurlægjandi. Henni var rænt af Helga Ott-
arssyni sem gekk síðar að eiga hana og settust börn þeirra að á íslandi, IF
1, bls. 123.
63 Um kvennaskort á íslandi miðalda, sjá Clover, „The Politics of Scarcity •
64 Þó að nóg hafi verið skrifað ríkir lítil eining um merkingu nafnsins, sjá
Matthias Tveitane, „Jórunn mannvitsbrekka", og Else Mundal, „Tilnamnet
mannvitsbrekka".