Saga - 1999, Page 205
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 203
nefni bendir til þess að hann hafi eytt einhverjum tíma á Bret-
landseyjum og raunar segir í Landnámu að hann „fór til Islands af
Suðeyjum" (ÍF1, bls. 51). Kona hans er ekki nefnd, en hann átti tvo
sonu og hét annar Kollsveinn, nafn sem einungis finnst á Islandi.
Þögn um móðurina og hið dökka yfirbragð sem nafn Kollsveins
gefur til kynna bendir til þess að þessi kona hafi einnig verið kelt-
nesk.65 Sonarsonur Kollsveins var heitinn eftir honum.66 Því
blasir sú niðurstaða við að varla er hægt að stinga á æðum ís-
lensks mannlífs eins og það birtist í Landnámabók án þess að þar
birtist keltneskt blóð.
íslendingar miðalda
Áfram var haldið að vinna með auðugan ættfræðiarf Landnámu í
íslendingasögum, staðreyndir bættust við og ítarlegar frásagnir
skráðar um einstaka atburði. Því er ekki að undra að í sögunum
komi fram nöfn og viðurnöfn sama fólks og í skrám um land-
námsmenn og afkomendur þeirra. í rannsókn minni á efni Land-
námabókar hafa þegar verið nefndir til sögu allnokkrir afkomend-
ur keltneskra landnema sem erfðu hið dökka keltneska yfirbragð,
þannig að þeir fengu nöfn eða viðurnefni dregin af lýsingaorðun-
um svartur og ljótur. Því mun ég nú einbeita mér að nokkrum til-
vikum þar sem ítarleg frásögn í sögunum gefur höfundum þeirra
65 Enn hefur greining Grethe Jakobsen á fjölda keltneskra kvenna í
Landnámabók ekki verið gefin út, en hún kemst að þeirri niðurstöðu að
fjöldi þeirra sé vantalinn þar sem margar þeirra hafi verið ambáttir sem
juku ekki virðingu ættarinnar, sjá Jochens, Women in Old Norse Society,
bls. 86-89. Ketill hængur Þorkelsson, valinkunnur Norðmaður, sigldi til
íslands ásamt Ingunni konu sinni. Fæddi hún son skömmu eftir komu
þeirra og er Ketill sagður hafa átt fjóra syni. Sá fjórði, Vestar, giftist Móeiði,
dóttur Hildis, írsks landnema. Það er freistandi að ætla að Vestar hafi feng-
ið nafnið vegna þess að móðir hans var ekki Ingunn, heldur keltnesk kona.
Uppruni Móeiðar nægir þó til að skýra viðurnefnið svarti sem Helgi, dótt-
urdóttursonur þeirra fékk, ÍF 1, bls. 347-48. Vestar Þórólfsson var hins
vegar norskur, ÍF 1, bls. 118.
66 Hin auðkennandi viðurnefni skjóta upp kollinum fyrir líffræðilega tilvilj-
un, fremur en hefð fyrir því að endurtaka nöfn í ættum, sbr. ÍF 1, bls. 50,
52.