Saga - 1999, Blaðsíða 206
204
JENNY JOCHENS
svigrúm til að koma nánar að hinum keltneska bakgrunni, auka
við ættartölur eða koma nánar að merkingu nafna.
Þórarinn svarti Þórólfsson í Mávahlíð er nefndur bæði í Land-
námabók og Eyrbyggja sögu. I Landnámu kemur fram að hann
var sonarsonarsonur Herjólfs sem kom í elli til Islands frá
Noregi. Herjólfur átti son sem hét Þorsteinn Kolskeggur og
bendir viðurnefnið til þess að móðir hans hafi verið keltnesk.
Sonur Þorsteins, Þórólfur, átti Geirríði, konu sem var hugsan-
lega einnig af Keltakyni þar sem Þórólfur faðir hennar hafði ver-
ið lengi í víking. Því kemur ekki á óvart að sonur þeirra var kall-
aður Þórarinn svarti (IF 1, bls. 116, 128). Sagan staðfestir þessar
staðreyndir en bætir við fleiru sem bendir til keltnesks uppruna,
þar sem Þórarinn er sagður „mikill maðr ok sterkr, ljótur ok hljóð-
lyndr" (ÍF 4.15, bls. 27) og frekari tengsl hans við Vesturlönd eru
rakin. Þegar skip kom frá Noregi og Hjaltlandi vistuðust Norð-
mennirnir hjá Steinþóri á Eyri en Keltarnir, meðal þeirra stýri-
maðurinn Alfgeir og Nagli, skoskur maður, urðu gestir Þórarins.
Keltarnir tveir studdu Þórarinn í deilum, svo vel að Þórarinn
minnist á þá í vísum sem fjalla um atburðinn. Að lokum yfirgaf
Þórarinn Island og eftir skamma dvöl í Noregi fór hann á slóðir
Kelta með Álfgeiri (ÍF 4.18, bls. 33-40, 4.19, bls. 45, 4.25, bls. 60).
Af þessari sögu má ráða að menn hafi ekki einungis getað séð og
heyrt á þeim mönnum keltnesk einkenni sem voru af blönduðum
uppruna, enda þótt þeir væru íslendingar í margar kynslóðir,
heldur einnig að vitund um keltneskt þjóðerni hafi enn verið við
lýði. Dæmi um keltneskar byggðir af þessu tagi eru fjölmörg.
Illugi svarti er annar maður af blönduðu ætterni sem getið er
bæði í Landnámabók og í Islendingasögu, í þessu tilviki Gunn-
laugs sögu. Hann var dótturdóttursonur Örlygs og ísgerðar sem
þegar hefur verið getið.67 Börn Illuga urðu svo enn keltneskri
en hann þar sem hann giftist Ingibjörgu. Afi hennar var Kelt-
inn Hörður, sem hin valinkunna Auður (eða Unnur) djúpúðga
færði með sér sem þræl til íslands. Því er ekki að undra að dóttir
þeirra hafi heitið Kolfinna, en hennar hefur þegar verið getið (IF
3.1, bls. 55, 94). Gunnlaugur, sonur þeirra, er kunnari í sagnabók-
67 I Egils sögu er afi hans sagður Norðmaðurinn Hrómundur Ingjaldsson, i
sumum ritum sagður Þórisson, sjá IF 2.56, bls. 151.