Saga - 1999, Qupperneq 207
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 205
menntunum en faðir hans og systir, en hann er aðeins nefnd-
ur í framhjáhlaupi í Landnámabók þótt saga hafi verið rituð af
honum. í henni er hann sagður vera „mikill ok sterkr, ljósjarpr á
hár, ok fór allvel, svarteygr ..." (ÍF 3.4, bls. 59).68 Þorkell nokkur
svarti var sagður náinn ættingi Illuga svarta, hafði alist upp og var
nú „heimamaðr" á bæ hans. Erfitt er að forðast þann grun að
Þorkell hafi verið óskilgetinn sonur Illuga; viðurnefnið svartur
sem þeir höfðu báðir ljóstrar upp því leyndarmáli. Þegar Þorkell
er fyrst nefndur í sögunni biður hann Gunnlaug um að fylgja
sér í för til að vitja arfs, kannski eftir móður sína. Síðan fylgir
Þorkell svarti Gunnlaugi á öllum ferðum hans og lætur að lok-
um lífið fyrir mann sem kannski var hálfbróðir hans (7F 3.5, bls.
62-64, 3.6, bls. 70, 3.8, bls. 76, 3.12, bls. 98-103).69
Fram hefur komið að Svartur kemur sjaldan fyrir sem eiginnafn
utan þrælastéttarinnar og dó nafnið út með þrælahaldinu. Viðiy-
nefnið svarti lifði hins vegar lengi eftir að regla komst á að kenna
menn við föður sinn. Hitt nafnið sem auðkennir Kelta eftir útliti,
Ljótur, var einnig áfram í notkun en tók breytingum. Annar af
þeim sem hétu Ljótur og höfðu viðurnefnið „bleiki" var berserkur
°g hinn ofbeldisfullur víkingur. í tveimur sögum kemur maður að
68 í einni vísu (nr. 19) minnist Gunnlaugur á svört augu sín. Tengslin milli
illur og svartur eru gömul eins og sjá má á 2. vísu Gunnlaugs sem sam-
in er í Noregi. Þar lýsir hann Þóri, hirðmanni Eiríks jarls, með þessum lýs-
ingarorðum, ÍF 3.6, bls. 69.
69 í þessum hópi er einnig annar maður sem kallaður var Þorkell svarti.
Hann er að finna í ætt sem rakin er í Landnámabók frá hinum goðsögulega
Grími loðinkinna frá Hrafnistu í Noregi. Þar má finna nokkra víkinga sem
gætu hafa miðlað keltneskum genum til íslands og valdið viðurnefni
Þorkels. Hann átti soninn Öngul, sem einnig var kallaður svarti og ann-
an sem var kallaður Hrafn. Dóttir Þorkels, Guðríður, átti soninn Kolgnm
og annan sem kallaður var Þorkell hákur (ÍF 1, bls. 271, 275). Þorkell er
mikilvæg persóna í Ljósvetninga sögu en í Brennu-Njáls sögu er ætt hans
rakin tveim liðum lengra en í Landnámabók, til Ketils hængs og Hall-
bjarnar hálftrölls (ÍF 12.104, bls. 271, 12.119, bls. 302). Nú má rifja upp að
sá síðarnefndi er talinn forfaðir Mýramanna í Egils sögu. Enda þótt
heimildir dugi ekki til traustra ályktana virðist a.m.k. eitt sagnaskáld hafa
fylgt þeirri hneigð, sem þegar hefur verið minnst á, að tengja dökkt útlit
norskum uppruna en ekki keltneskum, eins og til að gera lítið úr útlenskri
®tt og erfðum.