Saga - 1999, Side 208
206
JENNY JOCHENS
nafni Hólmgöngu-Ljótur fyrir.70 Þeim er ekki lýst en viðurnefnið
bendir ótvírætt til ofbeldishneigðar. Enginn þessara manna á ætt-
ingja sem eru nefndir og þá er ekki hægt ættfæra með vísun í
Landnámu. Af þessu má ráða að Ljótur hafi ekki lengur verið not-
að um menn sem voru dökkir yfirlitum, en nafninu fylgdi óöryggi
sem áður var tengt slíku útliti.
Nafnið Ljótur er hins vegar endurmetið þegar það er borið af
tveimur mönnum í hópi virtustu og efnilegustu höfðingja sem lýst
er í íslendingasögum.71 Annar er hinn göfugi Valla-Ljótur, sem er
í aukahlutverki í Laxdæla sögu (JF 5.87-88, bls. 244-48) en þunga-
miðja í sögunni sem kennd er við hann (JF 9, bls. 233-60). Hinn er
Ljótur Hallsson, ungur og efnilegur maður sem Njáls saga segir
mikils hafa verið vænst af, en jafnframt frá láti hans í blóma æsk-
unnar. Ættir beggja er að finna í Landnámabók, Ljótur Hallsson
gat þó rakið sína rækilegar en Valla-Ljótur. í hvorugri ætt er að
finna leifar af keltneskum uppruna, heldur eru báðir dæmi um
hreinræktaða Norðmenn. Afi Valla-Ljóts, Alrekur, kom til Islands
ásamt Hroðgeiri bróður sínum, sem bar hið einkennandi viður-
nafn enn hvíti (JF 1, bls. 289). Faðir Valla-Ljóts hét Ljótólfur og
er ein af höfuðpersónum Svarfdæla sögu. I framætt Ljóts Halls-
sonar má finna afann Böðvar, landnámsmann sem einnig bar við-
urnefnið hinn hvíti. Frá Halli föður Ljóts gat ættin rakið þrettán
liði að goðsögulegum forföður sem hét Svási. Hann var sagður
jötunn, en ekki tengdur svörtu (JF 1, bls. 310-11). Ekki er að finna
neinar heimildir um keltneskar konur í lífi þessara manna (sem
útilokar þó ekki að þær hafi verið til). Því virðist af þeim heimild-
um sem hafa varðveist að skrásetjarar Landnámu hafi lýst Ljóti
Ljótólfssyni og Ljóti Hallssyni sem mönnum af norsku ætterni
eingöngu. Nafninu Ljótur fylgja því ekki hugmyndir sem tengjast
keltneskum uppruna, dökkt og ljótt útlit.
Nafn Valla-Ljóts gæti verið dregið af nafni föður hans. Ljótólfur
tengir saman Ljótur og úlfur, sem breytist í -ólfur sem viðskeyti-7“
70 Laxdæla saga, ÍF 5.50, bls. 156, og Hávarðar saga ísfirðings, ÍF 6, bls. 336
og áfr.
71 Um aðrar merkingar nafnsins Ljótur, sjá það sem áður er sagt og nmgr. 4o-
72 Úlfur gat einnig verið forliður eins og t.d. í nafninu Úifljótur, en svo hét
lagamaðurinn sem færði norska löggjöf til Islands (IF 1, bls. 6-8).