Saga - 1999, Síða 211
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 209
haft keltneskt blóð í æðum sem olli því að hann var sagður ljótur.
Áður en hann fór til Orkneyja eignaðist Einar dóttur, en hún eign-
aðist síðan son sem hún kallaði Einar. Sá ungi maður vitjaði síðan
ættingja sinna á Orkneyjum, en þeir höfnuðu honum og hann fór
til íslands og varð afi konu sem hét Ljót. Erfðir frá afa Einars,
Einari Rögnvaldssyni (sem í Orkneyjum var kallaður Torf-Ein-
ar) eru ekki endilega eina orsökin að nafninu á Ljót. Enda þótt
heimildir skorti, er ekki ólíklegt að Einar afi hennar hafi aukið
við keltneskt blóð í ættinni þegar hann gat af sér afkvæmi. Sjálfur
jók Torf-Einar við hinn keltneska arf ættarinnar í Orkneyjum.
Hann átti þrjá syni, eflaust með konum sem voru þaðan og hét
einn sonarsona hans Ljótur.80
Tveir af afkomendum Torf-Einars, sem báðir urðu mikilvægir
jarlar, eru dæmi um andstæður dökks og ljóss sem finna má í
þessum hluta hins norræna heims. Ekki aðeins lýsandi nöfn eru
til vitnis um litaraft þeirra. Þorfinnur Sigurðarson, bróðursonar-
sonur Ljóts sem nú var nefndur (fjórði liður frá Torf-Einari), var
sagður „manna mestr ok sterkastr, ljótr, svartr á hár, skarpleitr ok
nefmikill ok ngkkut skolbrúnn" (ÍF 34.20, bls. 43). Bróðursonur
hans, Rögnvaldur Brúsason, var hins vegar „allra manna fríðastr,
hárit mikit ok gult sem silki" (ÍF 34.19, bls. 41). Líklega deildi
Eögnvaldur ekki aðeins nafni, heldur einnig útliti með norskum
íorföður sínum í sjötta lið.
Lokahnykkinn á innflutning keltneskra gena til Norðurlanda
ráku norskir konungar sem héldu áfram að herja í vesturvíking
löngu eftir lok víkingaaldar og eignuðust syni með konum þar
sem síðar gerðu tilkall til norsku krúnunnar.81 Þessir ungu menn
hlutu nöfn úr föðurætt en uppeldi af móður sinni og héldu að
l°kum til Noregs þar sem þeir þurftu gjarnan að gangast undir
skírslur til að sanna konunglegt faðerrii. Einstaka sinnum er ásýnd
þeirra lýst. Haraldur gilli, sonur írskrar konu og Magnús berfætts
við að kynnast keltneskri konu. Að lokum segir í inngangi Þiðranda þátts
°k Þórhalls að Rögnvaldur hafi ekki fengið eyjarnar í sonarbætur frá
Noregskonungi, heldur sem „hárskurðar laun", Flateyjarbók I, bls. 418.
80 Líkt og í íslendingasögum er í Orkneyinga sögu sagt frá manni sem heitir
Ljótur og hefur óviðfelldið viðurnefni, níðingur (ÍF 34.53, bls. 114).
81 Um þetta, sjá Jochens, „The Politics of Reproduction", og í styttri gerð
Jochens, Women in Old Norse Society, bls. 94-97.
U-SAGA