Saga - 1999, Page 213
ÞJÓÐIR OG KYNÞÆTTIR Á FYRSTU ÖLDUM ÍSLANDSBYGGÐAR 211
Grænlendingar brátt fyrir indíána og/eða inúíta. Samskiptin, sem
einkum fólust í vöruskiptum, voru upphaflega vinsamleg en sner-
ust skjótt í fjandskap og sannfærðust hinir norrænu menn fljótt
um kosti þess að snúa heim. Kynjasamsetning hópsins gerði illt
verra. Hópurinn var fremur könnunarleiðangur en landnemar og
of fáar konur með, eins og segir í Eiríks sögu: „Gengu menn þá
mjgk í sveitir, ok varð þeim til um konur, ok vildu þeir, er ókvænt-
ir váru, sækja til í hendr þeim, sem kvæntir váru, ok stóð af því in
mesta óró" (ÍF 4.12, bls. 233; styttri gerð í Skálholtsbók, ÍF 4a.l2,
bls. 432). Ef marka má sögurnar leyfðu norrænir menn ekki of
náin samskipti við innfædda sem reyndu að kynnast komumönn-
um. Ef til vill vildu norrænir menn ekki kynferðislegt samband
við innlendar konur vegna þess að indíánar nýja heimsins voru,
líkt og inúítar á Grænlandi, mjög frábrugðnir þeim í yfirbragði.
Norrænir menn gátu tekið við ólíku fólki af keltnesku þjóðerni, en
inúítar og indíanar voru of ólíkir þeim. Að öllum líkindum hafa
norrænir menn fyllst viðbjóði að sjá frumbyggjana. Orðið skræl-
ingjar, sem notað var yfir bæði Grænlendinga og Vinlendinga, er
ekki sérlega lofsamlegt, gefur til kynna þurrt og skrælnað útlit.
Þegar þeir mættust augliti til auglitis á Vínlandi segja heimildir að
hinir innfæddu hafi verið „svartir menn ok illiligir ok hgfðu illt
hár á hgfði; þeir váru mjgk eygðir ok breiðir í kinnum" (hin gerð-
in segir smáir en ekki svartir; ÍF 4.10, bls. 227, 428). Ófullnægja
í kynlífi og þörf fyrir fjölgun voru ekki nóg til að yfirstíga fordóma
norrænna manna. Þar sem bæði vantaði innfluttar og innlendar
konur urðu landnemarnir að lokum að gefast upp á tilraun sinni
til búskapar í nýja heiminum.
Enda þótt blöndun fólks með mjög ólíkt yfirbragð mistækist síð-
ar verður ekki úr því dregið að áður hafði norrænum mönnum og
Keltum tekist að komast yfir þann mun sem var á þeim, sem var
auðsær og auðheyrður. Þessi nálgun hófst á Bretlandseyjum og
átti hvortveggi hópurinn sinn þátt í því. Keltar sem voru her-
ieknir af víkingum og fluttir nauðugir til íslands áttu varla kost á
öðru en að sætta sig við orðinn hlut. Aðrir komu að eigin frum-
Evæði. Þeir voru fúsir til að gefa upp sjálfsmynd sína og keltnesk
nöfn sín og taka upp norræn nöfn. Einna helst hélst hluti af fyrra
lífi þeirra áfram í viðurnefnum sem skiptu þá sjálfa kannski litlu
niáli, en voru gefin af húsbændum þeirra sem skilgreindu þá
þannig í hinni nýju veröld, íslandi. Auk nafnanna gáfu þeir einnig