Saga - 1999, Page 243
RITFREGNIR
241
að réttmætt sé að gefa honum fremur en öðrum slíkt virðingarheiti? Fað-
lr Þórðar, Þorlákur Skúlason biskup á Hólum, var ótvírætt frumkvöðull
við sagnauppskriftir á fyrri hluta 17. aldar og langafi hans Guðbrandur
Þorláksson biskup á Hólum var afreksmaður í bókagerð og frumkvöðull
1 raunvísindum. Þessir menn báðir verðskulda heitið frumkvöðlar og af-
rek Þorláks Skúlasonar hafa um of legið í þagnargildi og fallið í skuggann
af Brynjólfi biskupi Sveinssyni, sem Skálholtsstað sat á undan Þórði Þor-
lákssyni.
Segja má að ritið skiptist í hluta með undirfyrirsögnum og eru misjafn-
lega
mörg erindi í hverjum. Fremst er grein eftir Þóru Kristjánsdóttur um
myndir og minjar sem tengjast Þórði Þorlákssyni og ættmennum hans.
Slíkir gripir eru of sjaldan dregnir fram í dagsljósið og er því verulegur
fengur að þessu, ekki síst þar sem nýlega hefur verið keypt til landsins
mynd af Þórði biskupi.
Næsti hluti nefnist „Þórður Þorláksson og samtíð hans" og eru erindi
eftir þrjá sagnfræðinga: Loft Guttormsson, Gísla Gunnarsson og Hjalta
Þfugason. Ritgerðirnar eru yfirlit um evrópska menningu, bú Þórðar og
sambönd, og loks um kirkjustjórn á dögum Þórðar. Þetta eru yfirlits-
Smmar og er því ekki mjög sanngjarnt að gera kröfur til að þar séu mikl-
ar frumrannsóknir, en þær eru girnilegar til fróðleiks og bera mjög merki
mismunandi áhugasviða höfundanna. Hér vil ég þó gera athugasemd við
grem Gísla að þar hefði mátt nefna arf Þórðar eftir föður sinn, Þorlák
Biskup, en arfaskiptin eru prentuð í viðauka við Bréfabók Þorláks biskups
Skúlasonar, sem út kom 1979. Ég sá ekki að til þeirrar bókar væri neins
staðar vitnað í ritinu.
^rmar hlutinn heitir „Land og náttúra í verkum Þórðar Þorlákssonar".
Þyrst er grein eftir Sumarliða R. ísleifsson, sem er mest um íslandslýsingu
Þórðar biskups, sem kom út á latínu fyrst 1666, en í íslenskri þýðingu
J982. Því er haldið fram í greininni að íslendingar hafi trúað bábiljum um
ýteklu og því til sönnunar getið, að ekki hafi verið gengið á fjallið fyrr en
0r>gu síðar. Fjallgöngur voru ekki tíðkaðar á 17. öld og vart almennt fyrr
en á þessari. Það var trúin á helvíti í fjallinu, sem Þórður var að mótmæla
8 sú trú var ekki eins fjarstæðukennd meðal íslendinga og fólks í öðrum
°ndum. Sama skoðun og hjá Þórði er í „Ritgjörð Jóns Gizurarsonar um
siðaskipta tímana", en þar stendur um samtal Gissurar biskups Einars-
sonar við Kristján konung þriðja árið 1540: „Þókti Gizuri kóngur spyrja
Slg rnargra óþarfra hluta, sérdeilis um Heklufjall." (Safn til sögu íslands og
'slenzkra bókmennta I. Kbh. 1856, bls. 676.). Næsta grein er eftir Össur
arphéðinsson og fjallar um landafræði Þórðar og kortagerð. Svo virðist
sem farið hafi fram hjá höfundi, eins og reyndar alltof mörgum fleirum,
Olafur Halldórsson gaf árið 1978 út bókina Grænland í miÖaldaritum, þar
Sem fjallað er m.a. um Grænlandsrit Þórðar biskups. Þar kemur einnig
am, að Grænlandslýsing ívars Bárðarsonar er frá 14. öld en ekki þeirri
l6~SAGA