Saga - 1999, Blaðsíða 246
244
RITFREGNIR
Þórðar biskups ef aðrar heimildir skorti. Textinn er prentaður stafrétt,
meira að segja „leyst upp úr böndum með skáletri." A því getur þó ekki
talist brýn þörf, því að skriftin í handritinu er lítt bundin. Kvæðið er
prentað eftir handriti, sem fullyrt er að skrifað hafi verið af konu, Helgu
Brynjólfsdóttur Thorlacius, sonardóttur Þórðar biskups. Einnig er til stuðn-
ings haft annað handrit, og stundum leiðrétt eftir því með stjörnu, en ekki
er þá tilgreint hvað stendur í aðalhandritinu. Til fyrirmyndar er að hlið
við hlið eru prentaðir stafréttur texti og texti með þeirri stafsetningu sem
okkur er tömust.
Ef ætti að gefa ritinu einhvern heildardóm hlyti hann að vera fremur
jákvæður, því að ritið er upplýsandi um biskupinn og 17. öldina. Misjafnt
er eðlilega hve mikið hver einstök grein flytur af nýrri þekkingu, en nokk-
ur einföldun er að segja, að ný þekking aukist eftir því sem líða fer á rit-
ið. Bókin er í þægilegu broti og er letur gott. Aftur á móti hefur umbrot
ekki alltaf tekist vel, t.d. eru hóruungar af báðum gerðum í kvæðinu í lok
bókarinnar. Prentun er nokkuð misjöfn og myndir í meginmáli eru stund-
um of dökkar. Til bóta er að hafa litprentaðar myndir á sérstökum blöð-
um, en betur hefði farið á að hafa þær framar í ritinu, en ekki í tíundu örk
og sleppa þá nokkrum svarthvítum myndum, t.d. í grein Þóru Kristjáns-
dóttur, þar sem sumar myndirnar hafa prentast fremur illa.
Einar G. Péturssson
Már Jónsson: ÁRNI MAGNÚSSON. ÆVISAGA. Mál
og menning. Reykjavík 1998. 424 blaðsíður. Myndir,
kort, myndaskrá, ritaskrár, nafnaskrá.
í augum íslendinga er Árni Magnússon, prófessor, bóka- og handritasafn-
ari (1663-1730), einn þeirra manna sem mest gagn hefur unnið íslenskri
menningu, ekki vegna þess að hann hafi verið duglegur að skrifa bækur
og koma þeim á prent, heldur sökum þess að honum tókst að bjarga að
heita má öllu því sem bjargað varð hér á landi af íslenskum handritum-
Hvað kom til að hann varð á sinni tíð einn mesti safnari handrita og prent-
aðra bóka á Vesturlöndum? Hver var þessi maður og hverskonar lífi ljfði
hann? Því hefur Már Jónsson dr. phil. reynt að svara í mikilli bók, Arni
Magnússon. Ævisaga, sem kom út fyrir síðustu jól.
í inngangi bókar drepur Már á að Árni Magnússon hafi í huga aHs
almennings á íslandi tekið á sig mynd Arnas Arnæus, svo sem Halldor
Laxness mótaði hann í íslandsklukkunni frá árunum 1943^46. En Arnas
Arnæus er ekki sami maður og Árni Magnússon, enda var honum aldrei